Leita í fréttum mbl.is

Svavar Knútur flytur Þjóðarblómið í Hljómalind á eftir

Svavar Knútur mun láta draum Bergþóru rætast með því að flytja Þjóðarblómið í Hljómalind. Ein síðasta ósk Bergþóru um tónleikastað var að spila í Kaffi Hljómalind. Henni fannst þetta hinn fullkomni staður til að spila. Eitthvað svo heimilislegur og hljómgóður.

Ekkert varð úr því, því á þeim punkti var krabbadýrið búið að taka yfir, en sú hugmynd kom upp að á lokahátíð gömlu Hljómalindar yrði eitthvað lag hennar flutt í húsinu góða. Svavar Knútur mun því flytja lagið sem hún vildi gefa umhverfisverndarsinnum í baráttu þeirra fyrir náttúru landsins sem henni var afar kært. Og ef einhver staður hefur verið athvarf umhverfisverndarsinna í borginni, þá er það Hljómalind.

Hvet alla sem vilja fá smá ókeypis sýnishorn af tónleikunum eftir viku að heyra Svavar Knút taka Þjóðarblómið og upplifa þennan sérstæða og frábæra tónlistarmann, því hann mun án efa taka einhver frumsamin lög. Hans atriði byrjar klukkan hálf sjö. Það verður bara skemmtileg dagskrá í Hljómalind í allan dag og allt kvöld.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband