Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta Trúbatrixa Íslands

Bergţóra Árnadóttir var fyrsta trúbatrixa Íslands og ruddi veginn fyrir ađrar slíkar. Ţađ var međ sanni á brattann ađ sćkja ţegar hún hóf sinn feril enda tónlistarheimurinn afar karllćgur. Ţegar mađur lítur yfir farinn veg - rannsakar blađaskrif um tónlist Bergţóru er augljóst ađ Bergţóra fékk ekki verđskuldađa athygli fyrir sín störf sem trúbatrixa miđađ viđ karlmenn sem voru ađ gera áţekka hluti í tónlistarheimum.

Ţađ hefur ekki gengiđ ţrautalaust ađ koma á framfćri tónlist Bergţóru ţó flestir sem mađur rćđir viđ telja hennar ţátt í tónlist ekki síđur markverđan en annarra sem hafa rutt brautina en ekki síst ţótti hún afbragđs tónsmiđur og flytjandi, sér í lagi ţegar hún var ein á ferđ. Hún var undir hćlin lögđ eins og margar kynsystur hennar ţegar kom ađ afskiptum karlmanna á hennar hugans verk.

Ég rita ţetta vegna ţess ađ í gćrkvöld voru haldnir eftirminnilegir tónleikar til heiđurs Bergţóru en ekki tókst ađ fá neina umfjöllun um ţá í fjölmiđlum landsins. Ţví misstu margir af ţví tćkifćri ađ fá ađ heiđra minningu Bergţóru í gćr međ nćrveru sinni. En tónleikarnir voru í bođi Minningasjóđs Bergţóru Árnadóttur. Sjóđurinn var stofnađur áriđ 2008 í kjölfar minningartónleika sem haldnir voru á 60 afmćli Bergţóru. Stofnfé sjóđsins kom frá ađgangseyri ađ ţeim tónleikum sem og STEFgjöldum barna Bergţóru.

Stofnun sjóđsins hefđi ekki veriđ möguleg ef allir tónlistarmennirnir sem komu ađ minningartónleikunum hinum fyrri ásamt ţeim sem tóku ţátt í gćr hefđu ekki veriđ svo göfuglyndir ađ gefa alla sína vinnu. Ađstandendur sjóđsins eru listafólkinu innilega ţakklátir en ţeir hafa međ sínu frábćra framtaki tryggt ađ tónlist Bergţóru fćr ađ glćđast nýju lífi og öđlast nýja vídd.

Markmiđ sjóđsins er einfalt: ađ varđveita tónsmíđar Bergţóru og miđla ţeim til almennings á margvíslegan hátt ásamt ţví ađ viđhalda minningu hennar međ ritun ćvisögu söngvaskáldsins.

Yfirstandandi verkefni sjóđsins er ađ yfirfćra flest lög Bergţóru á nótur og gefa ţćr út. Ţá stendur til ađ setja saman ćvisögu Bergţóru sem og ađ gefa út upptökur af tónleikum sem haldnir voru í Salnum og Grafarvogskirkju áriđ 2008 til ađ heiđra minningu Bergţóru.

Nánari upplýsingar um ţessi verkefni og feril Bergţóru er ađ finna á eftirfarandi vefsvćđum: bergthora.blog.is, myspace.com/bergthoraarna, groups.to/bergthora

Áriđ 2008 gaf Dimma út heildarútgáfu af tónlist Bergţóru - en ţar er ađ finna allar hljómplötur Bergţóru ásamt útgáfutćku aukaefni.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 20.2.2009 kl. 10:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Ţetta blogg er tileinkađ Bergţóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi međ meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verđur hćgt ađ fylgjast međ endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergţóru ţó hún sé komin á annađ tilverustig.
Feb. 2023
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband