Leita í fréttum mbl.is

Afturhvarf - þrennir tónleikar til heiðurs minningu Bergþóru Árnadóttur

Þrennir tónleikar með völdu efni úr söngvasafni Bergþóru Árnadóttur verða haldnir í febrúar 2012, fyrst í Salnum í Kópavogi á afmælisdegi Bergþóru 15 og 16 febrúar, síðan í Hofi á Akureyri þann 17. febrúar.

Miðaverði er stillt í hóf, aðeins kr. 2.900,- Forsala er á vef Salarins: 

Miðar 15. febrúar: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=9814 

Miðar 16. febrúar: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=9815

Miðar 17. febrúar: http://www.menningarhus.is/news/afturhvarf/

Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds efnir til árlegra tónleika í Salnum, Kópavogi 15. og 16. febrúar kl. 20, og í Hofi á Akureyri 17. febrúar. Að þessu sinni er yfirskrift tónleikanna Afturhvarf, en á efnisskránni verða mörg af þekktari lögum Bergþóru auk laga sem sjaldan hafa heyrst á undanförnum árum. Flytjendur á tónleikunum eru: Guðrún Gunnars, Pálmi Gunnarsson, Svavar Knútur, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Valsson og Pálmi Sigurhjartarson. Gestasöngvari í Salnum verður sonardóttir Bergþóru, Valný Lára Jónsdóttir, en á Akureyri kemur fram menntaskólaneminn Móheiður Guðmundsdóttir. Yfirskrift tónleikanna vísar ennfremur til þess að nú koma við sögu samverkamenn Bergþóru um lengri eða skemmri tíma. Pálmi Gunnarsson lék t.d. með henni inn á fyrstu plötu hennar seint á áttunda áratugnum og Guðrún Gunnars kynntist henni á velmektarárum félagsins Vísnavina. Aðalsteinn Ásberg stóð henni nærri og starfaði með henni um árabil. Fyrirtæki hans, Dimma, gaf út heildarútgáfu verka Bergþóru árið 2008, sem er löngu uppseld. Hjörleifur Valsson kynntist Bergþóru á unga aldri og lék með henni af og til í meira en áratug. Þá er ekki síður gaman að kynna til sögunnar unga og upprennandi sönvara og er það einmitt í anda Berþóru sjálfrar. 

Minningarsjóður Bergþóru var stofnaður í framhaldi af velheppnuðum tónleikum vorið 2008 og í kjölfar veglegrar heildarútgáfu með verkum söngkonunnar, en tilgangur sjóðsins er að stuðla að þvi að tónlist Bergþóru og minning lifi meðal þjóðarinnar. Tónleikar þessa árs eru hinir fimmtu í röðinni, en sum árin hefur þurft að endurtaka dagskrána vegna aðsóknar. Það skemmtilega við umgjörð tónleikanna er ennfremur að þeir eru aldrei eins, þ.e. mismunandi flytjendur og efnisskrá sem gerir það að verkum að sömu áhorfendur fá alltaf eitthvað nýtt.

Á síðasta ári kom út 22 laga safndiskur Bergþóra Árnadóttir – Bezt. Af öðrum verkefnum menningarsjóðsins má nefna að unnið er að nótnaskrift á öllum verkum Bergþóru og ný heimasíða með upplýsingum um líf hennar og list er í undirbúninngi. 
Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guðmundssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband