Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bergþórulag dagsins: NÓTT Í ERLENDRI BORG

730886818_l
Eitthvað mun vera á reiki með nákvæmlega hver tekur hvaða lag, því eins og þegar um sannan bræðing á milli tónlistarmanna er um að ræða þá fljóta lögin stundum til annarra sem tengja betur. Hef það samt staðfest að Svavar Knútur muni taka þetta lag á tónleikunum. Hvað gerist á næstu dögum veit ég þó ekki. Svavar Knútur fór í upptöku í gær hjá Kastljósi og flutti þar lagið "Frá liðnu vori", mun það annað hvort koma í kvöld eða annað kvöld í sjónvarpi allra landsmanna. 
 
Eftir nokkuð streð við að fá umfjöllun um tónleikana í prentmiðlum koma loks viðtöl við Hjörleif á morgunn í velflestum þeirra. 
 
Nótt í erlendri borg kom aðeins út á einni safnplötu sem heitir "Að vísu". Lagið er að sjálfsögðu með á Heildarútgáfunni sem kemur út á næstu dögum.

 

Ljóð: Sigurður Anton Friðþjófsson

 

Um myrk og malbikuð stræti

mannanna sporin liggja,

arka um gangstéttir glaðir

gefendur, aðrir þiggja. 

Skilding er fleygt að fótum

fólks sem ölmusu biður.

Sífellt í eyrum ymur

umferðar þungur niður.

 

Geng ég til krár að kveldi,

kneyfa af dýrum vínum.

Klingjandi glasaglaumur

glymur í eyrum mínum.

Sé ég hvar sífellt er haldinn

siðurinn ævaforni.

Konan sem blíðuna býður,

bíður á næsta horni. 

 

Í upphafi lífs var okkur

æviþráðurinn gefinn.

Hennar var lífsþráður líka

lagður í sama vefinn.

Flestum er gjarnt að grípa

grjótið og aðra lasta.

Sá þeirra er syndlaus reynist,

sjálfur má fyrstur kasta.

 

Á hennar auðnuleysi

okkur til gamans verða?

Hún sem bíður við hornið

og hlustar til mannaferða,

er atvik frá köldu kveldi,

konan sem allir gleyma.

En myrk og malbikið stræti

minningu hennar geyma.


Bergþórulag dagsins: ÞORLÁKSHAFNARVEGURINN

jonas

Í tilefni þess að Jónas Sigurðsson, fyrrum Þorlákshafnarbúi og næsti nágranni okkar á H-götu 12, þegar við bjuggum öll í þorpinnu, flýgur til landsins í dag, fær lagið Þorlákshafnarvegurinn að vera í tónhlöðu Bergþóru í dag. Jónas mun flytja þetta lag á Minningartónleikunum næsta föstudag. Með honum í för eru alveg frábærir tónlistarmenn frá Danaveldi. Þeir voru með honum á tónleikaferðinni hans hérlendis síðastliðið sumar. Þá tók Jónas Verkamann Bergþóru með miklum glæsibrag. Píanóleikarinn og túbumaðurinn munu aðstoða Jónas og án þess að fara offörum í lofi þá brilleruðu þeir algerlega í Þorlákshöfninni sem og víðar á byggðu bóli. 

Hvet fólk til að drífa sig í að næla sér í miða, því Salurinn er ekki stór og mun fljótt fyllast þegar auglýsingar á Rás 2 hefjast. Upplýsingar um miðasölu hér á vinstri hönd í tenglasafninu.  

Þeir sem skrifuðu textann að Þorlákshafnarveginum kusu að nota dulnefni. Báðir komu þeir mætu menn að tímariti og útgáfu er hét Lystræninginn og annar á nokkuð stóran hlut í jazzsögu landans, ásamt því að kenna leiklist og tónlist í Þorlákshöfn í eldgamla daga. Meira læt ég ekki uppi. 

Hægt að sjá Bergþóru syngja Þorlákshafnarveginn í samfloti við Jazzkvartett Papa Jazz aka Guðmundur Steingrímsson í þessu myndskeiði á Youtube. Upptakan er frá árinu 1976. 

 

Ljóð: Fáfnir Hrafnsson

 

Vegir liggja til allra átta,

en ekki þó til Þorlákshafnar.

Þar sem á að vera möl er drulla,

þar sem eiga að vera vegkantar er hraun.

 

Þú lítur út um glugga,

og sérð holu við holu.

Jafnvel gjótu og skurð, jafnvel gjótu og skurð.

Þú lítur út um gluggann og sérð gröf,

það vantar einungis krossinn, krossinn.

 

Náttúran er saklaus, ekki bjó hún til þennan veg,

þetta ódáðahraun vegakerfisins.

Hún er saklaus, sem nýfætt barn,

hún þarf ekki að óttast stefnu, stefnu.

 

Ég ákæri ráðherra samgöngumála,

sem fór í flugvél til að skoða veginn,

þó flughræddur, þó flughræddur væri, 

þó flughræddur væri hann.

Ekki þyrði hann að fara á bjúikk sínum,

Þorlákshafnarveginn

því hann yrði öskuhaugamatur á eftir.

Vegir liggja til allra, allra átta … 


Bergþórulag dagsins: HVAR ER FRIÐUR

maggastina

Magga Stína mun syngja þetta lag á Minningartónleikunum næsta föstudag. Hlakka til að heyra hvernig hún mun túlka Bergþórulög. Fannst bara snilld að heyra hana syngja Megas. Sum lögin hans fengu alveg nýja vídd með hennar túlkun. 

Þetta lag kom út á kassettu árið 1984 sem hét "Á felgunni" og einnig á safnplötu sem SATT gaf út. Af einhverjum ástæðum komst lagið ekki á breiðskífur Bergþóru, en það stóð til að það ætti að vera á "Í seinna lagi", sú breiðskífa átti í fyrstu að innihalda ný lög og aðeins lög við texta eftir Bergþóru. Hygg að hún hafi látið einhverja tala sig út úr því, en við lestur á gömlu viðtali í Vikunni, var augljóst að hún var mjög spennt fyrir þeirri hugmynd að koma loks fram sem textahöfundur í takt við lagasmíðarnar.

Lag og ljóð: Bergþóra Árnadóttir

 

Hvers vegna verð ég nú

að veita ákveðin svör

er það af því að engri trú

skal ýtt úr friðsælli vör?

 

Þarf ég að segja þér minn hug

um það sem ég fæ ei breytt

og æskja þess, að einhvers dug

ég á mig geti reitt?

 

Hvar er friður, hvar er vinna,

hvar er hönd sem býður sátt

hvaða þáttum þarf að sinna

til að þokast í rétta átt?

Það er svo oft, að ég ei sé neyð

og ekkert heyri um stríð.

Þá virðist mér gatan vera breið

og veröldin öll svo blíð. 

 

Svo koma þeir dagar, að kikna ég

undan kærleikans heljarslóð

þá ósjálfrátt lendi ég utan við veg

og ekkert sé, nema blóð.

 

Hvar er friður …

 

Ég á mér trú, ég á mér von,

að einhvern tíma sloti

og stærsta veldis sterki son

steypi sér og roti,

þá, sem elda silfur svart

og svikum beita þjóðir,

að allt muni verða aftur bjart

og allir vinir góðir.

 

Þá verður friður, engin sprengja,

allir systkin, hvar sem er,

engin hörmung, engan mun svengja

allt mun gott á jörðu hér. 


Svavar Knútur flytur Þjóðarblómið í Hljómalind á eftir

Svavar Knútur mun láta draum Bergþóru rætast með því að flytja Þjóðarblómið í Hljómalind. Ein síðasta ósk Bergþóru um tónleikastað var að spila í Kaffi Hljómalind. Henni fannst þetta hinn fullkomni staður til að spila. Eitthvað svo heimilislegur og hljómgóður.

Ekkert varð úr því, því á þeim punkti var krabbadýrið búið að taka yfir, en sú hugmynd kom upp að á lokahátíð gömlu Hljómalindar yrði eitthvað lag hennar flutt í húsinu góða. Svavar Knútur mun því flytja lagið sem hún vildi gefa umhverfisverndarsinnum í baráttu þeirra fyrir náttúru landsins sem henni var afar kært. Og ef einhver staður hefur verið athvarf umhverfisverndarsinna í borginni, þá er það Hljómalind.

Hvet alla sem vilja fá smá ókeypis sýnishorn af tónleikunum eftir viku að heyra Svavar Knút taka Þjóðarblómið og upplifa þennan sérstæða og frábæra tónlistarmann, því hann mun án efa taka einhver frumsamin lög. Hans atriði byrjar klukkan hálf sjö. Það verður bara skemmtileg dagskrá í Hljómalind í allan dag og allt kvöld.  


Bergþórulag dagsins: ÞJÓÐARBLÓMIÐ

Svavar Knútur mun flytja Þjóðarblómið á Minningartónleikunum. Þetta lag á sér smá sögu og læt ég hana fylgja eins og hún er sögð í æviágripi Bergþóru í bæklingi Heildarútgáfunnar.

"Haustið 2005 fann Bergþóra sig knúna til að fara í hljóðver og spila inn nýtt lag sem hún hafði samið við ljóðið Þjóðarblómið eftir Kristján Hreinsson, en það hafði Birgitta dóttir hennar sent henni tveimur árum áður. Í símtali við Birgittu sagði hún lagið hafa komið til sín á sömu stundu og fyrsta tjaldinu í alþjóðlegum mótmælabúðum við Kárahnjúka var slegið upp. Þjóðarblómið varð síðasta upptakan sem Bergþóra gerði, farin að heilsu, en gamli eldmóðurinn enn fyrir hendi. Þetta undurfallega lokalag rímar á sinn hátt við allt sem hún hafði áður gert og með því lagði hún lokahönd á óvenjulegan og athyglisverðan feril." Aðalsteinn Ásberg.

ÞJÓÐARBLÓMIÐ
Ljóð: Kristján Hreinsson

Við jökulrönd í brekku lifir blóm
og brosir þar í augnsýn hárra tinda,
það unir jafnt við stormsins sterka hljóm
og stunu hinna ljúfu sunnanvinda.
Og brosið það er hýtt og hreint og tært
og himnesk fegurð af því fær að ljóma.
Hér sé ég loks það allt sem er mér kært,
þá eilífð sem er geymd í faðmi blóma.

Svo sæll ég fæ að lofa stað og stund
er stend ég hér sem vakinn upp af doða.
Þá sé ég menn sem ganga hratt um grund,
af gáleysi þeir yfir völlinn troða,
svo sé ég þegar fellur fögur jurt,
ég finn að einhver skelfing er á seyði
því lítið blóm með slægð er slitið burt
og slóðin öll er tætt og lögð í eyði.

Jafnvel þó að fórn sé fögur dyggð
og fallið geti opnað sigurbrautir
þá ber ég samt í brjósti harm og hryggð
er horfi ég á fótum troðnar lautir
og sé þá jörð sem hlotið hefur dóm
sem heimskir menn af græðgi fengu bruggað.
Við jökulrond í brekku liggur blóm.
Ég bið til Guðs, en ekkert fær mig huggað.


Bergþórulag dagsins: RÁÐIÐ

GRCCLD4O
Hansa tekur Ráðið á Minningartónleikunum 15. febrúar. Ef eitthvert ljóð passar fullkomlega við það sem er að gerast í samfélaginu okkar á þessari stundu þá er það þetta. Mætti halda að menn og konur með bakstungu hnífa mundaða til höggs hafi hreinlega lært þetta utan að og kyrji speki þess öllum stundum:)
 
Margir virðast halda að Steinn Steinarr hafi ort ljóðið og hefur einnig borið á því að fólk haldi að Bergþóra eigi heiðurinn af því en Páll J. Árdal var miklu magnaðra skáld en hann hefur fengið heiður fyrir og merkilega lítt þekktur meðal almennings. 

 

Ljóð: Páll J. Árdal

 

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,

Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,

En láttu það svona í veðrinu vaka

Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

 

En biðji þig einhver að sanna þá sök,

Þá segðu, að til séu nægileg rök,

En náungans bresti þú helzt viljir hylja,

Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.

 

Og gakktu nú svona frá manni til manns,

unz mannorð er drepið og virðingin hans.

Og hann er í lyginnar helgreipar seldur

og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.

 

En þegar svo allir hann elta og smá,

með ánægju getur þú dregið þig frá,

og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,

þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.

 

Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,

en syndugir aumingja menn erum vér,

því umburðarlyndið við seka oss sæmir.

En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.”

 

Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.

Með hangandi munnvikum varpaðu önd,

og skotraðu augum að upphimins ranni,

sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.

 

Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,

ég held þínum vilja, þú fáir þá náð

og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.

En máske, að þú hafir kunnað þau áður.


Fyrsta og sennilega eina

baráttulag Þorlákshafnar. Á þeim tíma sem þetta lag og ljóð kom til var Þorlákshafnarvegurinn nákvæmlega eins og kemur fram í ljóðtextanum. Höfundanafnið er dulnefni og vona ég að mínir gömlu kennarar fyrirgefi mér að birta þetta hérna án leyfis á blogginu hennar mömmu.

Jónas Sig, sonur Þorlákshafnar mun flytja þetta lag á tónleikunum ásamt Verkamanninum. Hann hyggur á að taka með sér ör blásarasveit til landsins en hann eins og mamma var, er búsettur í veldi Dana.

 

ÞORLÁKSHAFNARVEGURINN
Ljóð: Fáfnir Hrafnsson
Lag: Bergþóra Árnadóttir
Vegir liggja til allra átta,
en ekki þó til Þorlákshafnar.
Þar sem á að vera möl er drulla,
þar sem eiga að vera vegkantar er hraun.
 
Þú lítur út um glugga,
og sérð holu við holu.
Jafnvel gjótu og skurð, jafnvel gjótu og skurð.
Þú lítur út um gluggann og sérð gröf,
það vantar einungis krossinn, krossinn.
 
Náttúran er saklaus, ekki bjó hún til þennan veg,
þetta ódáðahraun vegakerfisins.
Hún er saklaus, sem nýfætt barn,
hún þarf ekki að óttast stefnu, stefnu.
 
Ég ákæri ráðherra samgöngumála,
sem fór í flugvél til að skoða veginn,
þó flughræddur, þó flughræddur væri,
þó flughræddur væri hann.
Ekki þyrði hann að fara á bjúik sínum,
Þorlákshafnarveginn
því hann yrði öskuhaugamatur á eftir.
 
Vegir liggja til allra, allra átta …

 

 

 


RÁÐIÐ

Þetta ljóð er bara snilld. Þetta lag er eitt síðasta lagið sem Bergþóra flutti "live" hérlendis sem erlendis áður en hún tók upp á því að deyja. Lagið er hinsvegar gamalt og er að finna á fyrstu sólóplötunni hennar sem hét einfaldlega EINTAK. Hef stundum leitt hugann að þessu ljóði þegar fólk fer offörum í bloggheimum sem og öðrum fjölmiðlum.

Ljóð: Páll J. Árdal

 
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
En láttu það svona í veðrinu vaka
Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
 
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
Þá segðu, að til séu nægileg rök,
En náungans bresti þú helzt viljir hylja,
Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
 
Og gakktu nú svona frá manni til manns,
unz mannorð er drepið og virðingin hans.
Og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
 
En þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
 
Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.”
 
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.
Með hangandi munnvikjum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
 
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja, þú fáir þá náð
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
En máske, að þú hafir kunnað þau áður.

Í tilefni dagsins...

... langar mig að deila með ykkur síðasta laginu sem Bergþóra Árnadóttir tók upp, hugsanlega síðasta lagið sem hún samdi. Henni einlægi vilji var að þetta lag væri notað í þágu umhverfisverndar, sem ég geri nú þó að tilþrifin séu ekki mikil. Þó landið við Kárahnjúka sé að eilífu glatað, þá bíða þeim sem er annt um þetta mörg og krefjandi verkefni við að upplýsa almenning um fórnarkostnað fleiri virkjanna. Vona að þetta lag Bergþóru við ljóð Kristjáns Hreinssonar blási fólki eldmóð í brjóst og veki aðra til umhugsunar.

ÞJÓÐARBLÓMIÐ
Ljóð: Kristján Hreinsson

Við jökulrönd í brekku lifir blóm
og brosir þar í augnsýn hárra tinda,
það unir jafnt við stormsins sterka hljóm
og stunu hinna ljúfu sunnanvinda.
Og brosið það er hýtt og hreint og tært
og himnesk fegurð af því fær að ljóma.
Hér sé ég loks það allt sem er mér kært,
þá eilífð sem er geymd í faðmi blóma.

Svo sæll ég fæ að lofa stað og stund
er stend ég hér sem vakinn upp af doða.
Þá sé ég menn sem ganga hratt um grund,
af gáleysi þeir yfir völlinn troða,
svo sé ég þegar fellur fögur jurt,
ég finn að einhver skelfing er á seyði
því lítið blóm með slægð er slitið burt
og slóðin öll er tætt og lögð í eyði.

Jafnvel þó að fórn sé fögur dyggð
og fallið geti opnað sigurbrautir
þá ber ég samt í brjósti harm og hryggð
er horfi ég á fótum troðnar lautir
og sé þá jörð sem hlotið hefur dóm
sem heimskir menn af græðgi fengu bruggað.
Við jökulrond í brekku liggur blóm.
Ég bið til Guðs, en ekkert fær mig huggað.
mbl.is Ræs! sagði Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband