Leita í fréttum mbl.is

Bergþórulag dagsins: ÞJÓÐARBLÓMIÐ

Svavar Knútur mun flytja Þjóðarblómið á Minningartónleikunum. Þetta lag á sér smá sögu og læt ég hana fylgja eins og hún er sögð í æviágripi Bergþóru í bæklingi Heildarútgáfunnar.

"Haustið 2005 fann Bergþóra sig knúna til að fara í hljóðver og spila inn nýtt lag sem hún hafði samið við ljóðið Þjóðarblómið eftir Kristján Hreinsson, en það hafði Birgitta dóttir hennar sent henni tveimur árum áður. Í símtali við Birgittu sagði hún lagið hafa komið til sín á sömu stundu og fyrsta tjaldinu í alþjóðlegum mótmælabúðum við Kárahnjúka var slegið upp. Þjóðarblómið varð síðasta upptakan sem Bergþóra gerði, farin að heilsu, en gamli eldmóðurinn enn fyrir hendi. Þetta undurfallega lokalag rímar á sinn hátt við allt sem hún hafði áður gert og með því lagði hún lokahönd á óvenjulegan og athyglisverðan feril." Aðalsteinn Ásberg.

ÞJÓÐARBLÓMIÐ
Ljóð: Kristján Hreinsson

Við jökulrönd í brekku lifir blóm
og brosir þar í augnsýn hárra tinda,
það unir jafnt við stormsins sterka hljóm
og stunu hinna ljúfu sunnanvinda.
Og brosið það er hýtt og hreint og tært
og himnesk fegurð af því fær að ljóma.
Hér sé ég loks það allt sem er mér kært,
þá eilífð sem er geymd í faðmi blóma.

Svo sæll ég fæ að lofa stað og stund
er stend ég hér sem vakinn upp af doða.
Þá sé ég menn sem ganga hratt um grund,
af gáleysi þeir yfir völlinn troða,
svo sé ég þegar fellur fögur jurt,
ég finn að einhver skelfing er á seyði
því lítið blóm með slægð er slitið burt
og slóðin öll er tætt og lögð í eyði.

Jafnvel þó að fórn sé fögur dyggð
og fallið geti opnað sigurbrautir
þá ber ég samt í brjósti harm og hryggð
er horfi ég á fótum troðnar lautir
og sé þá jörð sem hlotið hefur dóm
sem heimskir menn af græðgi fengu bruggað.
Við jökulrond í brekku liggur blóm.
Ég bið til Guðs, en ekkert fær mig huggað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband