Leita í fréttum mbl.is

Bergþórulag dagsins: HVAR ER FRIÐUR

maggastina

Magga Stína mun syngja þetta lag á Minningartónleikunum næsta föstudag. Hlakka til að heyra hvernig hún mun túlka Bergþórulög. Fannst bara snilld að heyra hana syngja Megas. Sum lögin hans fengu alveg nýja vídd með hennar túlkun. 

Þetta lag kom út á kassettu árið 1984 sem hét "Á felgunni" og einnig á safnplötu sem SATT gaf út. Af einhverjum ástæðum komst lagið ekki á breiðskífur Bergþóru, en það stóð til að það ætti að vera á "Í seinna lagi", sú breiðskífa átti í fyrstu að innihalda ný lög og aðeins lög við texta eftir Bergþóru. Hygg að hún hafi látið einhverja tala sig út úr því, en við lestur á gömlu viðtali í Vikunni, var augljóst að hún var mjög spennt fyrir þeirri hugmynd að koma loks fram sem textahöfundur í takt við lagasmíðarnar.

Lag og ljóð: Bergþóra Árnadóttir

 

Hvers vegna verð ég nú

að veita ákveðin svör

er það af því að engri trú

skal ýtt úr friðsælli vör?

 

Þarf ég að segja þér minn hug

um það sem ég fæ ei breytt

og æskja þess, að einhvers dug

ég á mig geti reitt?

 

Hvar er friður, hvar er vinna,

hvar er hönd sem býður sátt

hvaða þáttum þarf að sinna

til að þokast í rétta átt?

Það er svo oft, að ég ei sé neyð

og ekkert heyri um stríð.

Þá virðist mér gatan vera breið

og veröldin öll svo blíð. 

 

Svo koma þeir dagar, að kikna ég

undan kærleikans heljarslóð

þá ósjálfrátt lendi ég utan við veg

og ekkert sé, nema blóð.

 

Hvar er friður …

 

Ég á mér trú, ég á mér von,

að einhvern tíma sloti

og stærsta veldis sterki son

steypi sér og roti,

þá, sem elda silfur svart

og svikum beita þjóðir,

að allt muni verða aftur bjart

og allir vinir góðir.

 

Þá verður friður, engin sprengja,

allir systkin, hvar sem er,

engin hörmung, engan mun svengja

allt mun gott á jörðu hér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband