Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Bloggar

Bergţórulag dagsins: SANDKORN

Kristjana Stefáns

Kristjana Stefánsdóttir mun flytja ţetta lag af hárfínni nákvćmi á Minningartónleikunum.

Bergţóra bar allt tíđ afar mikla virđingu fyrir skáldum, svo mikla ađ hún setti sinn fyrsta hljóđritađa texta undir dulnefni. En sá texta er ađ finna á Eintaki og heitir Sólarlag. Eftirgrennslan hjá Stef nýveriđ um rétthafa á textanum leiddi í ljós ađ Bergţóra var höfundur hans en ekki hinn dularfulli James. Ţađ var ţví Bergţóru mikiđ gleđiefni ţegar dóttir hennar ákvađ ađ feta skáldaslóđir. Ţegar Birgitta var svo valin yngst skálda til ađ birta ljóđiđ Sandkorn í nýjum skólaljóđum, fylltist Bergţóra móđurlegu stolti og samdi lag viđ ljóđiđ. 

Pálmi Gunnarsson syngur međ Bergţóru í ţessu útgáfu af laginu en ţeirra samstarf var sem rauđur ţráđur í gegnum allan feril Bergţóru. Á hljómplötunni Afturhvarf má meira segja finna lag eftir Pálma sem hann samdi til sonar síns Sigga.  

 Ljóđ: Birgitta Jónsdóttir

Sandkorn í hafsjónum

sandkorn er ég ađeins

 

Í vindinum fýk ég

á vit hins óţekkta

 

Annars sig ég í fjöru minni

og horfi á hin sandkornin

Ţau eru grá og föl

eins og ég

 

Öll erum viđ ađ bíđa

eftir nćstu vindhviđu


Miđar á Minningartónleikana

Skemmtilega uppstillt mynd:)

Ţeir sem hafa áhuga á ađ tryggja sér miđa í tíma á Minningartónleika Bergţóru Árnadóttur sem verđa haldnir föstudaginn 15. febrúar nćstkomandi geta keypt miđa hjá midi.is. Einnig er bćđi hćgt ađ kaupa miđa í afgreiđslunni hjá Salnum, á netinu salurinn.is og međ ţví ađ hringja í síma 5700400. Miđasalan hjá Salnum er opin alla virka daga frá kl. 10 til 16. Ef ţiđ smelliđ á slóđirnar taka ţćr ykkar beint á miđasöluna fyrir ţessa tilteknu tónleika.

Ţađ ţarf vart ađ taka ţađ fram ađ ţessir tónleikar verđa međ öllu ógleymanlegir... bćđi fyrir ţá sem ţekkja tónlistina hennar Bergţóru og ţá sem fengu aldrei tćkifćri til ađ kynnast tónlistinni hennar.


Bergţórulag dagsins: ŢRJÚ LJÓĐ UM LÍTINN FUGL

Ragnheiđur Gröndal

Ragnheiđur Gröndal mun flytja ţetta lag á Minningartónleikunum 15. febrúar. 

Ţetta var síđasta lagiđ sem Bergţóra flutti opinberlega. Lagiđ flutti hún ásamt Hjörleifi í kirkjunni ţegar sonur hennar gifti sig sumariđ 2006. Röddin hennar var orđin stirđ og hás en hún var enn sterk og blćbrigđarík. Hygg ađ sjaldan hafi hún flutt lagiđ af jafn mikilli ástúđ og í ţađ sinniđ. 

Ţegar ţetta lag var flutt í Himnaför Bergţóru án söngs, var svo sláandi ađ gera sér grein fyrir ađ hún myndi aldrei aftur ljá lögum sínum röddina. Ţví er ţađ svo stórkostlegt ađ fá allar ţessar nýju raddir til ađ gćđa lögin lífi á Minningartónleikunum. Ţađ verđur spennandi ađ heyra túlkun Ragnheiđar Gröndal á ţessu lagi. Ljóđiđ er bara snilld og sennilega eitt af bestu ljóđum Tómasar.

Ljóđ: Tómas Guđmundsson

 

I

 

Ţađ vorar —fyrir alla ţá, sem unna,

og enginn getur sagt, ađ ţađ sé lítiđ

sem voriđ hefur fćrzt í fang, og skrýtiđ

hve fljótt ţví tekst ađ safna í blóm og runna.

 

Og listamenn međ litakassa og bretti

senn labba út í náttúruna og mála,

en ungu blómin drekka dögg og skála

til dýrđar sínum yndislega hnetti.

 

Ég ţekki líka lind viđ bláan vog,

lítiđ og glađvćrt skáld, sem daglangt syngur

og yrkir sínum himni hugljúf kvćđi.

 

Og litlu neđar, einnig út viđ Sog,

býr Óđinshani, lítill heimsspekingur,

sem ég ţarf helzt ađ hitta í góđu nćđi.

 

II

 

Hvađ er ađ frétta, heillavinur minn?

—Hér hef ég komiđ forđum mörgu sinni,

og öll mín fyrstu óđinshanakynni

áttu sér stađ viđ grćna bakkann ţinn.

 

Ţá bjuggu hérna önnur heiđurshjón,

háttvís og prúđ, og ţađ er lítill vafi,

ađ hjónin voru amma ţín og afi.

En hvađ ţiđ getiđ veriđ lík í sjón.

 

Já, gott er ungum fugli ađ festa tryggđ

viđ feđra sinna vík og mega hlýđa

bernskunnar söng, sem foss í fjarlćgđ ţrumar.

 

Og megi gćfan blessa ţína byggđ

og börnum ţínum helga vatniđ fríđa,

fugl eftir fugl og sumar eftir sumar.

 

III

 

Ó, litli fugl, ţú lćtur einskis spurt?

Langar ţig ekki ađ heyra, ađ veröld ţín

var eitt sinn líka óskaveröld mín?

En af hverju var ég ađ fara burt?

 

Hér gleyma ungir dagar stund og stađ,

og stríđiđ virđist enn svo fjarlćgt ţeim.

Hvađ varđar líka óđinshanaheim

um Hitler, Túnis eđa Stalíngrađ?

 

Og hvernig ćtti fugl viđ lygnan fjörđ

ađ festa sér í minni degi lengur

ţann heim, sem leggur úlfúđ í sinn vana?

 

Og drottinn veit ég vildi, ađ slíkri jörđ

sem vorri yrđi breytt, fyrst svona gengur,

í bústađ fyrir börn og óđinshana.  


Bergţórulag dagsins: GÍGJAN

Laylow

Lay Low mun flytja ţetta lag á minningartónleikunum 15. febrúar. Hlakka til ađ heyra hvernig röddin hennar mun blása nýju lífi í ţetta lag. Ţetta er eitt af uppáhalds lögum bloggstjórans:) Ţađ er eitthvađ viđ ţađ sem fćr mann til ađ langa ađ fara út í náttúruna og upplifa ţađ sem ljóđiđ inniheldur. Bergţóru var ţetta lag líka kćrt ţó ţađ vćri ekki oft á tónleikaskrá hennar.

 

 

 Ljóđ: Benedikt Gröndal

Nýjasta lagiđ, samiđ í júní 1983 og ţótti bćđi ţungt og tormelt. Meira ađ segja sjálfri mér gekk illa ađ komast í samband viđ ţađ, ţar til í stúdíóinu, en ţá…

B.Á.

 

Um undrageim í himinveldi háu

nú hverfur sól og kveđur jarđarglaum. 

Á fegra landi gróa blómin bláu

í bjartri dögg viđ lífsins helga straum.

Ţar dvelur mey hjá dimmu fossa tali

og drauma vekur purpurans í blć,

og norđurljósiđ hylur helga sali,

ţar hnígur máninn aldrei niđr í sć.

 

Ţar rísa bjartar hallir, sem ei hrynja,

og hreimur sćtur fyllir bogagöng.

En langt í fjarska foldarţrumur drynja

međ fimbulbassa undir helgum söng.

Og gullinn strengur gígju veldur hljóđi 

og glitrar títt um eilíft sumarkvöld.

Ţar rođnar aldrei sverđ af banablóđi,

ţar byggir gyđjan mín sín himintjöld.

 


Bergţórulag dagsins: HIN MIKLA GJÖF

Magga Stína

Magga Stína mun flytja ţetta lag á minningartónleikunum. Ţađ hefur veriđ smá töf á ađ miđarnir komist í sölu en vonandi munu ţeir verđa komnir í sölu eigi síđar en á morgunn. Ţađ má eiginlega segja ađ ţađ sé honum Hjörleifi ađ ţakka ađ Bergţóra byrjađi aftur ađ flytja ţetta lag á tónleikum. Hún var svo gott sem búin ađ gleyma ţessari gömlu perlu af Eintaki ţegar hann var nýbyrjađur ađ spila međ henni á unglingsárum sínum. Ţví var ţetta lag oftar en ekki međ á dagskrá ţegar ţau spiluđu saman.

Ţađ verđur án efa skemmtilegt og áhugavert ađ heyra útfćrslu Möggu Stínu á ţessu lagi.

HIN MIKLA GJÖF 

Ljóđ: Steinn Steinarr

Hin mikla gjöf, sem mér af náđ er veitt

og mannleg ránshönd seint fćr komist ađ, 

er vitund ţess ađ verđa aldrei neitt.

Mín vinnulaun og sigurgleđi er ţađ.

 

Margt getur skeđ. Og nú er heimsstríđ háđ,

og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý.

En eitt er til, sem ei međ vopni er náđ,

ţótt allra landa herir sćki ađ ţví.

 

Ţađ stendur af sér allra veđra gný

í annarlegri ţrjósku, veilt og hálft,

međ ólán sitt og afglöp forn og ný,

hinn einskisverđi mađur: Lífiđ sjálft.

 

 


Bergţórulag dagsins: SÝNIR

730886818_l

Svavar Knútur mun flytja SÝNIR á minningartónleikunum. Ţeir sem ekki ţekkja ţennan stórgóđa söngvara ćttu ađ kíkja á myspace síđuna hans: http://www.myspace.com/mrknutur 

Steinn Steinarr var Bergţóru afar hugleikinn, segja má ađ á einhvern hátt endurspegluđu ljóđin hans sem hún valdi til ađ veiđa lög úr, hennar upplifun á sjálfri sér. Stundum er mađur ekki viss hvar mörkin liggja á milli Steins og Bergţóru í ţessu skapandi samstarfi á bak viđ tímans dökka djúp... 

Ljóđ: Steinn Steinarr

Ég sit og hlusta hljóđur

á húmsins dularmál,

Sýnir og draumar frá horfnum heim,

hópast ađ minni sál.

 

Mér birtist aftur ćskan,

sem ól minn kjark og ţrótt.

Á bak viđ tímans dökka djúp

dveljum viđ saman í nótt.

 

Og löngu dánir draumar

í dýrđ sinni ljóma á ný.

— Golan ţýtur í greinum trjánna,

gleđin er björt og hlý.

 

—Trú, sem er týnd og grafin

í tímans Stórasjó.

Draumar sem hurfu út í veđur og vind,

vonin, sem fćddist og dó.

 

Ég sit og hlusta hljóđur

á húmsins dularmál. —

Ég er dćmdur í útlegđ, uns ćvin ţver

og eilífđin fćr mína sál.

 


Bergţórulag dagsins: DRAUMUR

Á tónleikunum 15. febrúar mun Hansa flytja Drauminn. Ţetta lag var mömmu sérstaklega hjartfólgiđ vegna ţess ađ hún tileinkađi pabba ţađ og flutti ţađ í minningarathöfninni hans á sínum tíma. Ljóđiđ er eftir Stein Steinarr en ţegar mađur skođar öll lögin hennar Bergţóru kemur í ljós ađ ekkert skáld varđ henni eins gjöfult til tónsmíđa eins og hann.

Ljóđ: Steinn Steinarr

Lag: Bergţóra Árnadóttir

 

Ţú komst af akri ţínum, ţá var kvöld

og ţađ var ekki neinu fleiru ađ sinna.

Ţú settist hljóđlátur viđ húss ţíns eld

og horfđir milt á leiki barna ţinna.

 

Og allt var kyrrt og rótt. Ţig sótti svefn.

Ţú sofnađir á nćstum augabragđi

og dreymdi, ađ ţú gekkst á akur ţinn

og einhver vegfarandi kom og sagđi:

 

Manstu ţann dag, eitt löngu liđiđ vor?

Í lágum dyrum kotsins stóđstu feiminn

og heyrđir blóđ ţitt ţjóta ţyrst og ung.

Og ţađ var köllun ţín, ađ sigra heiminn.

 

Svo hélztu af stađ sem hjartađ sagđi ţér.

Ţitt hugrekki gat enginn máttur ţvingađ.

Ţig skorti hvorki vit né ţrek í ţraut.

Og ţú ert ekki kominn lengra en hingađ.

 

Ţá hrökkstu upp, og hljótt var kringum ţig.

Og húmiđ skyggđi silfur ţinna hára

sem gamalt ryk. Ţađ var sem vćrir ţú

ađ vakna upp af svefni ţúsund ára.

 

 


Heildarútgáfan kemur út í febrúar

Heildarútgáfa á tónlist Bergţóru Árnadóttur mun koma út í kringum 7. febrúar nćstkomandi. Ţetta verđur vegleg útgáfa og vafalaust kćrkomiđ fyrir ţćr fjölmörgu manneskjur sem hlustuđu á hljómplötur á sínum tíma en hafa fyrir margt löngu sett plötuspilarann í rusliđ.

Lćt hér fylgja međ nokkrar myndir úr bćklingunum fína sem er 64 síđna og inniheldur tónlistarsögu Bergţóru og alla texta og ljóđ ásamt miklum fjölda mynda. 

Dimma gefur út: dimma.is, heildarsafniđ mun fást í öllum "betri" hljómdiskaverslunum. 

Úr bćkling Úr bćklingÚr bćkling

 


Bergţóra Árnadóttir - Heildarútgáfa

Forsíđa á bćkling

Lagalisti

Eintak 1977

1. Júdas (BÁ/Björn Bragi) 3:38

2. Dánarfregn  (BÁ/Steinn Steinarr) 2:22

3. Verkamađur (BÁ/Steinn Steinarr) 3:03

4. Sólarlag (BÁ/James G. Johnson) 3:38

5. Ein á báti (BÁ/Herdís Andrésdóttir) 3:16

6. Gott áttu veröld (BÁ/Tómas Guđmundsson) 2:23

7. Ráđiđ (BÁ/Páll J. Árdal) 2:55

8. Nótt (BÁ/Björn Bragi) 2:50

9. Hin mikla gjöf (BÁ/Steinn Steinarr) 2:19

10. Ţorlákshafnarvegurinn (BÁ/Fáfnir Hrafnsson) 4:43

11. Hinsta ferđin (BÁ/Björn Bragi) 2:05

 Aukaefni:

12. Eftirmćli (BÁ/Steinn Steinarr)   3:05 Í kjallaranum - Sjónvarpiđ1976

13. Vögguvísa (BÁ/Páll Ólafsson)  1:52 Í kjallaranum - Sjónvarpiđ1976

14. Vöggugjöf (BÁ/Steinn Steinarr) 2:26 Í kjallaranum - Sjónvarpiđ1976

15. Ţrá (BÁ/Björn Bragi)                  2:06 Hrif 2 1976

16. Ég elska (BÁ/Páll J. Árdal)     2:36 Hrif 2 1976

17. Blátt svo blátt (BÁ/Kristinn Reyr)  2:55 Eitt verđ ég ađ segja ţér... 1979

18. Eftirskrift (BÁ/Ađalsteinn Ásb. Sigurđsson)  2:22  Sćrö, Svíţjóđ - júní 1980

19. Hvađ gerum viđ? (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:46 Heyrđu 1981

20. Draumur (BÁ/Steinn Steinarr)  4:40 Heyrđu 1981

21. Jól  (BÁ/Steinn Steinarr)  3:20 Jólasteinn 1981

 

Bergmál 1982  

 

1. Ljóđ án lags (BÁ/Steinn Steinarr) 2:53

2. Sigur (BÁ/Herbert Kaufmann-Jón Bjarklind)  2:28

3. Barniđ í ţorpinu (BÁ/Davíđ Stefánsson) 4:25

4. Löngun (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:06

5. Sýnir (BÁ/Steinn Steinarr) 2:30

6. Voriđ kemur (Ingunn Bjarnadóttir/Kári Tryggvason) 1:50

7. Vinur ađ deyja (BÁ/Páll J. Árdal) 3:35

8. Einu sinni ţú (BÁ/Bergţóra Árnadóttir) 3:00

9. Hljóđ streymir lindin í haga (BÁ/Steinn Steinarr) 2:30

10. Viđ (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:26

11. Frćndi ţegar fiđlan ţegir (BÁ/Halldór Laxness) 2:03

12. Ţau gengu tvö (BÁ/Hannes Pétursson) 2:20

13. Eftirskrift (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 1:55

14. Frá liđnu vori (BÁ/Tómas Guđmundsson) 3:09

15. Furđa (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:12

 Aukaefni:

16. Draumur minn (Lasse Tennander/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:35 Hálft í hvoru – Almannarómur 1982

17. Seinni tíma sálmalag (Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson og BÁ) 1:15 Hálft í hvoru – Almannarómur 1982

18. Verkamađur (BÁ/Steinn Steinarr) 2:48 Hálft í hvoru – Almannarómur 1982

19. Kona (Gísli Helgason/Ólöf Sverrisdóttir) 3:30  Hálft í hvoru – Almannarómur 1982

20. Kvöldsigling (Gísli Helgason/Jón Sigurđsson)  3:46  Vísnakvöld í heimahúsi 1982

21. Gott áttu veröld (BÁ/Tómas Guđmundsson) 2:39 Hálft í hvoru - tónleikaupptaka í júní 1982

22. Sýnir (BÁ/Steinn Steinarr)  2:32 Hálft í hvoru - tónleikaupptaka í júní 1982

23. Hljóđ streymir lindin í haga (BÁ/Steinn Steinarr) 2:37 Hálft í hvoru - tónleikaupptaka í júní 1982

24. Hvert afrek bróđir? (BÁ/Gunnar Dal)  4:05 Hálft í hvoru - tónleikaupptaka í júní 1982

 

Afturhvarf 1983 

 

1. Heimurinn og ég (BÁ/Steinn Steinarr) 1:46

2. Eftirmćli (BÁ/Steinn Steinarr) 3:12

3. Borgarljós (BÁ/Sigurđur Anton Friđţjófsson) 3:31

4. Ofstćki (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:46

5. Afturhvarf (BÁ/Steinn Steinarr) 5:06

6. “Siggi” (Pálmi Gunnarsson) 2:46

7. Móđursorg (BÁ/Jóhannes úr Kötlum) 3:52

8. Vöggugjöf (BÁ/Steinn Steinarr) 2:18

9. Gígjan (BÁ/Benedikt Gröndal) 3:19

10. Sviplega vinir hverfa (BÁ/Páll J. Árdal) 2:46

11. Kosningar (BÁ/Tómas Guđmundsson) 2:56

12. Vögguvísa (BÁ/Páll Ólafsson) 1:58

13. Lokasöngur (Sverre Kjellberg/Klaus Hagerup-Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:23

 Aukaefni:

14. Hvert afrek bróđir? (BÁ/Gunnar Dal)  3:19 Hvađ tefur ţig bróđir? 1982

15. Hvar er friđur? (BÁ/BÁ)   4:11 Á felgunni 1984

16. Ţú sem vinnur (Bjarni Hjartarson/Jóhannes úr Kötlum)  2:34 Viđ sem heima sitjum 1984

17. Söngur Nikólínu (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 1:35 Ćvintýri úr Nykurtjörn 1984

18. Hvađ veldur? (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 2:25 Ćvintýri úr Nykurtjörn 1984

19. Galdraţula (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson)  1:10 Ćvintýri úr Nykurtjörn 1984

20. Bjössi litli á Bergi (BÁ/Jón Magnússon)  2:23 Skólaljóđ 1986

21. Brugđiđ á leik í nokkrum stökum  (Trad.arr.)   2:40 Skólaljóđ 1986

 

 

Í seinna lagi 1987

 

1. Í daganna rás (BÁ/Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson) 3:06

2. Manstu (BÁ/BÁ) 4:48

3. Hver hefur rétt? (BÁ/BÁ) 3:04

4. Tvenn spor (BÁ/Björn Bragi) 3:06

5. Draumur (BÁ/Steinn Steinarr) 4:48

6. Sumariđ sem aldrei kom (eđa tveir síđustu dagarnir í lífi Kauđa) (BÁ/BÁ) 3:09

7. Glerbrot (BÁ/BÁ) 3:17

8. Sandkorn (BÁ/Birgitta Jónsdóttir) 4:17

9. Ljóđ án lags (BÁ/Steinn Steinarr) 4:50

10. Frá liđnu vori (BÁ/Tómas Guđmundsson) 4:34

11. Linda (eđa gloppa í Himnamálum) (BÁ/BÁ) 5:15

12. Verkamađur (BÁ/Steinn Steinarr)  3:17

13. Einu sinni ţú (BÁ/BÁ) 3:12

14. Borgarljós (BÁ/Sigurđur Anton Friđţjófsson) 3:35

15. Í seinna lagi (BÁ/Jóhannes úr Kötlum) 3:17

 Aukaefni:

16. Hveragerđi (BÁ/BÁ) 4:28  Stúdíó Stemma 1987

17. Lífsbókin (BÁ/Laufey Jakobsdóttir) 3:35  Stúdíó Stemma 1987

18. Móđursorg (BÁ/Jóhannes úr Kötlum)  3:35  Stúdíó Stemma 1987

19. Gígjan (BÁ/Benedikt Gröndal)  3:29  Stúdíó Stemma 1987

20. Stjarnan (BÁ/BÁ)  3:17  Stúdíó Stemma 1987

 

Skref fyrir skref    1985 – 2005.

 

1. Ţrjú ljóđ um lítinn fugl (BÁ/Tómas Guđmundsson) 4:54  Ţađ vorar 1985

2.     Lífsbókin (BÁ/Laufey Jakobsdóttir) 3:20  Ţađ vorar 1985

3. Kotungur (BÁ/GuđjónWeihe) 2:56  Ţađ vorar 1985

4. Sprengjan (BÁ/Sigfús Kristjánsson) 2:58  Ţađ vorar 1985

5. Í seinna lagi (BÁ/Jóhannes úr Kötlum) 3:00  Ţađ vorar 1985

6. Tvenn spor (BÁ/Björn Bragi) 1:56  Ţađ vorar 1985

7. Ţau gengu tvö (BÁ/Hannes Pétursson)  2:22  Tónleikaupptaka - Vísland 85

8. Mars (Trad. arr)  2:22  Tónleikaupptaka - Vísland 85

9. Nótt í erlendri borg (BÁ/Sigurđur Anton Friđţjófsson) 3:25  Ađ vísu ... 1986

10. Ráđiđ (BÁ/Páll J. Árdal)  2:58  Stúdíó Stemma 1987

11. Hugsun (BÁ/BÁ)  4:08  Stúdíó Stemma 1987

12. Manstu (BÁ/BÁ)   4:53  Stúdíó Stemma 1987

13. Fugl í búri (BÁ/BÁ)  4:12  Landslagiđ 1989

14. Gott er ađ lifa (BÁ/BÁ)  2:35  Sjónvarpsupptaka 1990

15. Neptúnus (BÁ/BÁ)  3:38  Sjónvarpsupptaka 1991

16. Fagra veröld (BÁ/Tómas Guđmundsson)  3:22  Prufuupptaka – Danmörk 1993

17. Drřmmen om kćrlighed (BÁ/BÁ)  2:55  Hljóđversupptaka – Danmörk 2004

18. Ţjóđarblómiđ (BÁ/Kristján Hreinsson)  3:58  Hljóđversupptaka – Danmörk 2005.

 


Fyrsta og sennilega eina

baráttulag Ţorlákshafnar. Á ţeim tíma sem ţetta lag og ljóđ kom til var Ţorlákshafnarvegurinn nákvćmlega eins og kemur fram í ljóđtextanum. Höfundanafniđ er dulnefni og vona ég ađ mínir gömlu kennarar fyrirgefi mér ađ birta ţetta hérna án leyfis á blogginu hennar mömmu.

Jónas Sig, sonur Ţorlákshafnar mun flytja ţetta lag á tónleikunum ásamt Verkamanninum. Hann hyggur á ađ taka međ sér ör blásarasveit til landsins en hann eins og mamma var, er búsettur í veldi Dana.

 

ŢORLÁKSHAFNARVEGURINN
Ljóđ: Fáfnir Hrafnsson
Lag: Bergţóra Árnadóttir
Vegir liggja til allra átta,
en ekki ţó til Ţorlákshafnar.
Ţar sem á ađ vera möl er drulla,
ţar sem eiga ađ vera vegkantar er hraun.
 
Ţú lítur út um glugga,
og sérđ holu viđ holu.
Jafnvel gjótu og skurđ, jafnvel gjótu og skurđ.
Ţú lítur út um gluggann og sérđ gröf,
ţađ vantar einungis krossinn, krossinn.
 
Náttúran er saklaus, ekki bjó hún til ţennan veg,
ţetta ódáđahraun vegakerfisins.
Hún er saklaus, sem nýfćtt barn,
hún ţarf ekki ađ óttast stefnu, stefnu.
 
Ég ákćri ráđherra samgöngumála,
sem fór í flugvél til ađ skođa veginn,
ţó flughrćddur, ţó flughrćddur vćri,
ţó flughrćddur vćri hann.
Ekki ţyrđi hann ađ fara á bjúik sínum,
Ţorlákshafnarveginn
ţví hann yrđi öskuhaugamatur á eftir.
 
Vegir liggja til allra, allra átta …

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Ţetta blogg er tileinkađ Bergţóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi međ meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verđur hćgt ađ fylgjast međ endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergţóru ţó hún sé komin á annađ tilverustig.
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband