Leita í fréttum mbl.is

Miðar á Minningartónleikana

Skemmtilega uppstillt mynd:)

Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér miða í tíma á Minningartónleika Bergþóru Árnadóttur sem verða haldnir föstudaginn 15. febrúar næstkomandi geta keypt miða hjá midi.is. Einnig er bæði hægt að kaupa miða í afgreiðslunni hjá Salnum, á netinu salurinn.is og með því að hringja í síma 5700400. Miðasalan hjá Salnum er opin alla virka daga frá kl. 10 til 16. Ef þið smellið á slóðirnar taka þær ykkar beint á miðasöluna fyrir þessa tilteknu tónleika.

Það þarf vart að taka það fram að þessir tónleikar verða með öllu ógleymanlegir... bæði fyrir þá sem þekkja tónlistina hennar Bergþóru og þá sem fengu aldrei tækifæri til að kynnast tónlistinni hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Takk fyrir þetta. Fór á miða.is og tryggði mér miða. Er mjög spenntur

Kristján Kristjánsson, 1.2.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mín var ánægjan:) Um að gera að nota þau verkfæri sem maður þekkir best til að koma upplýsingum á framfæri. Mamma var afar netfælin, ætlaði að gefa henni Bergþóruvef í fimmtugs afmælisgjöf en hún afþakkaði gjöfina...

Því notar maður tækifærið núna að gera tónlistina hennar aðgengilega í netheimum:)

Birgitta Jónsdóttir, 2.2.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Er búin að setja þetta í "Dagskrána" í Vikuna, birtist sama dag eða daginn fyrir tónleikana. Áttu mynd í tölvutæku formi og góðri upplausn af mömmu þinni sem ég má birta með?

Knús frá frænku sem er á gurri@birtingur.is

Guðríður Haraldsdóttir, 6.2.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband