Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Myndband af Hönsu að syngja: Draumur

Bergþóra tileinkaði þessu lagi fyrrum manni sínum Jóni Ólafssyni þetta lag. Söng það við minningarathöfnina sem var haldinn á Sjómannadaginn fyrir margt löngu. Hansa flytur það svo fallega. Hún hefur svo sérstæða og fallega rödd. 
 

Myndband með Svavari Knúti: Gígjan

Þessi maður er með eina alfallegustu rödd sem prýðir Íslending. Mikil gæfa að hafa fengið hann til að vera með á minningartónleikum Bergþóru Árnadóttur. Erum með í burðarliðum að gefa út tónleikana - hvenær það verður mun koma í ljós í næstu viku. Leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með.
 

Flutningur Jónar Sig á Verkamanninum á YouTube

Hljómgæðin eru kannski ekki fullkomin, tók þetta upp á myndavélina mína. En þessi útsetning hjá honum á frægasta lagi Bergþóru er bara snilld. Túbumanninn tók hann sérstaklega með til landsins til heiðurs Bergþóru, en túban var alltaf í miklu uppáhaldi hjá henni. Held samt að hún hefði hreinlega horfið inn í þetta hljóðfæri, því ekki var hún há í loftinu:) Náði nokkrum mjög flottum ljósmyndum af tónleikunum sem ég mun skella hér inn hið fyrsta. 

 


Slóð í "Yfirlit yfir ævi Bergþóru Árnadóttur" í Kastljósi

 Æviágripið um Bergþóru í Kastljósi var vel úr garði gert. Þá er útfærsla Svavars Knúts á laginu hennar "Frá liðnu vori" alveg dásamleg. Held að þátturinn sé bara inni í tvær vikur, þannig að ég hvet alla sem ekki hafa séð þáttinn að kíkja áður en hann hverfur úr netheimum.

Yfirlit yfir ævi Bergþóru Árnadóttur


Uppselt á Minningartónleika Bergþóru Árnadóttur

Bergþóra Áradóttir Í gær seldist upp á Minningartónleikana. Við ætlum að halda aukatónleika mjög fljótlega. Mun skella inn upplýsingum um það hér á þessu bloggi um leið og ákveðin hefur verið dagsetning.  

Í dag hefði hún orðið 60 ára, og vonandi er hún að fylgjast með á hinu tilverustiginu, hinum mikla hlýhug sem við höfum orðið vör við gagnvart henni:)

Við stefnum líka að því að gefa út tónleikana og þeir sem ekki komast í kvöld geta hlustað á tónleikana á Rás 2 um páskana.

Við erum mjög ánægð með að Kastljós tók saman feril Bergþóru í gærkveldi og sýndu henni þann sóma sem henni ber sem tónlistarmanni og frumkvöðli.


Youtube myndband með Bergþóru Árnadóttur

ásamt jazzkvartett Guðmundar Steingríms frá 1976

 
Takið eftir hvað áhorfendur eru stífir. Þegar ég horfði á þetta í heild sinni, vissi ég ekki hvort að ég ætti að hlæja eða gráta. Sem betur fer er fólk ekki lengur svona stíft á jazztónleikum. Það hlýtur að hafa verið furðulegt að spila svona lifandi tónlist fyrir einskonar steingervinga:) 
 
Þetta er eina upptakan sem til er af Bergþóru að syngja á ensku, en það er seinna lagið í þessu myndbandi. Fyrra lagið er eina baráttulag Þorlákshafnar. Þarna eru nokkrir af okkar albestu tónlistarsnillingum og alveg stórkostlegt að fylgjast með Papa jazz á trommum, Karl Möller við píanóið, Árni Scheving á bassa, Gunnar Ormslev á sax.
 
Kærar þakkir til Gulla Briem fyrir réttar upplýsingar um tónlistarmennina. 

Bergþóra Árnadóttir á YouTube

Upptaka frá sjónvarpsþætti sem hét Í kjallaranum frá 1976

Mun skella fleiri myndskeiðum frá ýmsum tímabilum tónlistarferlis Bergþóru 

inn á youtube á næstu dögum. 


Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband