22.2.2008 | 20:44
Bergþóra Árnadóttir - Heildarútgáfa, er komin út

Þá er Heildarútgáfan loks komin til landsins - ferlið við að setja saman boxið víst svo flókið að það var verið að vinna að þessu víðsvegar um Evrópu. En þetta er alveg glæsilegt sett. Hljómurinn góður á disknum, bæklingurinn kemur mjög vel út, en hann er 64 síðna smábók. Plötuumslögin í svona örformatti líta líka skemmtilega út.
Það er Dimma sem gefur Heildarútgáfuna út og hann ætti að vera kominn í verslanir snemma í næstu viku. Auðvitað verður byrjað á að sendast með diskana til þeirra sem pöntuðu sér eintök á tónleikum. En 130 eintök seldust þar í forsölu.
Það eru margar perlur á þessum diskum sem hvergi hafa komið út. Veit um marga sem hafa beðið lengi eftir að fá plöturnar á geisladisk, því plöturnar þeirra löngu gatslitnar.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
-
agny
-
alheimurinn
-
almal
-
andreaolafs
-
andres
-
annabjo
-
annaragna
-
domubod
-
atlifannar
-
arnim
-
arogsid
-
kaffi
-
birgitta
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
bryndisisfold
-
eurovision
-
danielhaukur
-
dofri
-
dora61
-
iceman
-
saxi
-
ernafr
-
evabenz
-
sifjar
-
gretarorvars
-
gudni-is
-
vglilja
-
gummisteingrims
-
gudnim
-
gmaria
-
sigriks
-
coke
-
nesirokk
-
hlynurh
-
hrannarb
-
ringarinn
-
ingibjorgstefans
-
jakobjonsson
-
jensgud
-
jobbisig
-
kiddijoi
-
kristinm
-
kiddirokk
-
lauola
-
mp3
-
maggib
-
margretloa
-
maggadora
-
margretsverris
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
paul
-
palmig
-
hafstein
-
rannveigmst
-
salvor
-
pensillinn
-
fjola
-
sigurjonth
-
steinunnolina
-
garibald
-
possi
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
truno
-
tryggvigunnarhansen
-
valgerdurhalldorsdottir
-
eggmann
-
thorasig
-
vitinn
-
motta
-
aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 57455
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnaður pakki ... meiriháttar! Kærar þakkir til Dimmu og þeirra sem stóðu að útgáfunni.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.2.2008 kl. 00:11
Komin með pakkann og byrjuð að hlusta. Þetta er frábært. Takk takk.
Jóhanna Berghild (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:29
Það er alveg stórkostlegt að hafa aðgang að öllum þessum lögum... á einum stað, allar vínylplöturnar orðnar of mikið spilaðar eða hreinlega ekki til...
Það gleður mig að þið eruð ánægðar Jóhanna og Ingibjörg:)
Birgitta Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 07:17
Frábær pakki,gaman,gaman, og takk fyrir stórkostlega tónleika,hefðum ekki viljað missa af þeim.Takk fyrir okkur.Kveðjur frá Þorlákshöfn.
Ellý og Jón (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:26
Frábær pakki gaman, gaman.Takk fyrir stórkostlega tónleika,hefðum ekki vilja missa af þeim.Kveðjur frá Þorlákshöfn.
Ellý og Jón (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 08:30
Ég missti af tónleikunum en mamma og pabbi komust og náðu sér í disk og keyptu handa mér
ég fer alveg 20 ár aftur i tímann við hlustunina..frábært framtak og mjög falleg eign
Helga Finnsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 18:19
Til hamingju með þetta.
Jens Sigurjónsson, 9.3.2008 kl. 19:32
Gaman að fá svona kveðjur:)
Vonandi fer að líða að aukatónleikunum... læt ykkur fylgjast með.
með björtum kveðjum
Bergþórudóttirinn
Birgitta Jónsdóttir, 10.3.2008 kl. 07:41
Tónleikarnir voru hreint út sagt frábærir og stemmingin það ótrúleg. Ég hefði ekki viljað missa af þessu enda gamall "Bergþórufan". Keypti líka pakkann og búin að fá hann í hús. Yndislegt að heyra aftur í Bergþóru, átti plöturnar en ekkert til að spila þær á. Þetta er frábært hjá ykkur... Takk fyrir mig.
Svanfríður Lár, 11.3.2008 kl. 18:56
Er hægt að panta hér heildarútgáfuna áritaða af þér ? í Póstkröfu ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.