Leita í fréttum mbl.is

AukaMinningartónleikar Bergþóru Árnadóttur

Miklu færri komust að á Minningartónleikana en vildu og því höfum við Hjörleifur Vals verið á fullu að púsla saman aukatónleikum og nú erum við loks búin að finna stað og stund. 

Aukatónleikarnir verða í Grafarvogskirkju, laugardaginn 5. apríl. Ekki er alveg víst hvort að settið verði á þessum tónleikum en þeir verða án efa alveg jafn magnaðir. Vil ekki setja nein nöfn fyrr en búið er að staðfesta við tónlistarfólkið en öruggt er að Magga Stína verður aftur með sinn ógleymanlega flutning. 

Við munum setja miðasöluna í gang strax eftir helgi á midi.is. Læt ykkur vita sem þyrstir í meira eða komust ekki þann 15. febrúar um leið og búið er að ganga frá samning við midi.is:)

Ættingjar og vinir sem lesið þetta, vinsamlegast látið þá vita sem ekki komust síðast. Það er skömm frá því að segja að meira segja bróðir Bergþóru fékk ekki miða á tónleikana, svo hratt runnu miðarnir út síðast. En kosturinn við Grafarvogskirkju er að það er hægt að stækka hana eftir þörfum, þannig að allir ættu að geta fengið miða núna. 

Mun setja inn á næstu dögum lagalista síðustu tónleika en þeim verður útvarpað á Rás 2 um páskana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er algjörlega frábært að heyra.  Skilaðu kveðju til Hjörleifs frá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband