Leita í fréttum mbl.is

Ljósmyndir frá Minningartónleikum Bergþóru Árnadóttur

Skellti myndum frá rennsli og Minningartónleikum Bergþóru þann 15. febrúar í YouTube format, setti svo eitt af mínum uppáhalds lögum Bergþóru með: Hin mikla gjöf. Þær Magga Stína og Hansa fluttu það svo ógleymanlega á tónleikum. Það var svo flutt sem uppklappslag með öllu tónlistarfólkinu. Mun fljótlega klára að koma heim og saman, einskonar samantekt um tónleikana og setja á bloggið.

Svo gaman að finna hvað allir voru ánægðir með tónleikana. Við erum á fullu að finna góða dagsetningu á aukatónleika. Þeir verða í Salnum og jafnvel ekki bara stakir heldur par.

Vil hrósa Morgunblaðinu fyrir að skella mynd og smá umfjöllun um tónleikana á forsíðuna hjá sér. Fréttablaðið kaus að fjalla ekki neitt um tónleikana, hvorki fyrir né eftir og fékk ég þau tilsvör að þeir hefðu bara hreinlega gleymt því...

Þá vil ég ÞAKKA ÖLLUM þeim sem lögðu hönd á plóginn við að gera þessa tónleika svona ógleymanlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir frábæra tónleika. En er ekki möguleiki að fá upp lagalistann eftir flytjendum?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.2.2008 kl. 00:11

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég skal skella þessu inn við fyrsta tækifæri:)

Birgitta Jónsdóttir, 27.2.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband