Leita í fréttum mbl.is

Slóð í "Yfirlit yfir ævi Bergþóru Árnadóttur" í Kastljósi

 Æviágripið um Bergþóru í Kastljósi var vel úr garði gert. Þá er útfærsla Svavars Knúts á laginu hennar "Frá liðnu vori" alveg dásamleg. Held að þátturinn sé bara inni í tvær vikur, þannig að ég hvet alla sem ekki hafa séð þáttinn að kíkja áður en hann hverfur úr netheimum.

Yfirlit yfir ævi Bergþóru Árnadóttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa síðu. Ég hlustaði oft með mömmu á lögin hennar Bergþóru þegar ég var   .. yngri ! Mér fannst alltaf eitthvað vera svo töfrandi við hana og man að ég var alveg uppnuminn yfir henni og laginu hennar i Evróvision. Ég hlustaði á æviágripið um Bergþóru í Kastljósi og fannst svo frábært að hlusta á dótturina lýsa henni. Hún hefur einhvernveginn akkúrat verið sú hlýja og einlæga manngerð sem maður ímyndaði sér að hún væri sbr. textana hennar og hvernig hún kom þeim frá sér. Tónlistarkona af lífi og sál og mér fannst vont að heyra að hún skyldi þurfa að verða fyrir þessum áföllum.  Ég votta aðstandendum Bergþóru samúð mína vegna fráfalls hennar. Meigi minning hennar og óviðjafnanlegir söngvar og rödd , lifa um ókomin ár.  Ég vona heitt og innilega að það verði aðrir tónleikar sem fyrst !!!

Kær kveðja , Lóa

Lóa Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:25

2 identicon

p.s. Svavar , ég var alveg heilluð af flutningi þínum á lagi Bergþóru " Frá liðnu vori ". Þú varst góður tónlistarmaður þegar við vorum samferða í MH og þér fer greinilega endalaust fram. Þetta endar með ósköpum ; )

Lóa Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 11:31

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:43

4 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Til hamingju með tónleikana. Var því miður ekki þar en ef farið verður af stað um landið væri bæði vinsælt og mjög viðeigandi að renna við í Þorlákshöfn....ekki satt?

Bestu kveðjur,

Sigþrúður Harðardóttir, 17.2.2008 kl. 18:24

5 identicon

Ég vil taka undir með þér að flutningur Svavars Knúts alveg sérstaklega eftirminnilegur. Ég er búinn að spila þetta aftur og aftur og ég get ekki hætt. Takk fyrir.

Jóhann (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband