10.2.2008 | 10:43
Bergþórulag dagsins: ÞORLÁKSHAFNARVEGURINN
Í tilefni þess að Jónas Sigurðsson, fyrrum Þorlákshafnarbúi og næsti nágranni okkar á H-götu 12, þegar við bjuggum öll í þorpinnu, flýgur til landsins í dag, fær lagið Þorlákshafnarvegurinn að vera í tónhlöðu Bergþóru í dag. Jónas mun flytja þetta lag á Minningartónleikunum næsta föstudag. Með honum í för eru alveg frábærir tónlistarmenn frá Danaveldi. Þeir voru með honum á tónleikaferðinni hans hérlendis síðastliðið sumar. Þá tók Jónas Verkamann Bergþóru með miklum glæsibrag. Píanóleikarinn og túbumaðurinn munu aðstoða Jónas og án þess að fara offörum í lofi þá brilleruðu þeir algerlega í Þorlákshöfninni sem og víðar á byggðu bóli.
Hvet fólk til að drífa sig í að næla sér í miða, því Salurinn er ekki stór og mun fljótt fyllast þegar auglýsingar á Rás 2 hefjast. Upplýsingar um miðasölu hér á vinstri hönd í tenglasafninu.
Þeir sem skrifuðu textann að Þorlákshafnarveginum kusu að nota dulnefni. Báðir komu þeir mætu menn að tímariti og útgáfu er hét Lystræninginn og annar á nokkuð stóran hlut í jazzsögu landans, ásamt því að kenna leiklist og tónlist í Þorlákshöfn í eldgamla daga. Meira læt ég ekki uppi.
Hægt að sjá Bergþóru syngja Þorlákshafnarveginn í samfloti við Jazzkvartett Papa Jazz aka Guðmundur Steingrímsson í þessu myndskeiði á Youtube. Upptakan er frá árinu 1976.
Ljóð: Fáfnir Hrafnsson
Vegir liggja til allra átta,
en ekki þó til Þorlákshafnar.
Þar sem á að vera möl er drulla,
þar sem eiga að vera vegkantar er hraun.
Þú lítur út um glugga,
og sérð holu við holu.
Jafnvel gjótu og skurð, jafnvel gjótu og skurð.
Þú lítur út um gluggann og sérð gröf,
það vantar einungis krossinn, krossinn.
Náttúran er saklaus, ekki bjó hún til þennan veg,
þetta ódáðahraun vegakerfisins.
Hún er saklaus, sem nýfætt barn,
hún þarf ekki að óttast stefnu, stefnu.
Ég ákæri ráðherra samgöngumála,
sem fór í flugvél til að skoða veginn,
þó flughræddur, þó flughræddur væri,
þó flughræddur væri hann.
Ekki þyrði hann að fara á bjúikk sínum,
Þorlákshafnarveginn
því hann yrði öskuhaugamatur á eftir.
Vegir liggja til allra, allra átta
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
- agny
- alheimurinn
- almal
- andreaolafs
- andres
- annabjo
- annaragna
- domubod
- atlifannar
- arnim
- arogsid
- kaffi
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- eurovision
- danielhaukur
- dofri
- dora61
- iceman
- saxi
- ernafr
- evabenz
- sifjar
- gretarorvars
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- gudnim
- gmaria
- sigriks
- coke
- nesirokk
- hlynurh
- hrannarb
- ringarinn
- ingibjorgstefans
- jakobjonsson
- jensgud
- jobbisig
- kiddijoi
- kristinm
- kiddirokk
- lauola
- mp3
- maggib
- margretloa
- maggadora
- margretsverris
- omarragnarsson
- ottarfelix
- paul
- palmig
- hafstein
- rannveigmst
- salvor
- pensillinn
- fjola
- sigurjonth
- steinunnolina
- garibald
- possi
- stormsker
- saethorhelgi
- truno
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- eggmann
- thorasig
- vitinn
- motta
- aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.