12.2.2008 | 16:07
Bergþórulag dagsins: NÓTT Í ERLENDRI BORG
Ljóð: Sigurður Anton Friðþjófsson
Um myrk og malbikuð stræti
mannanna sporin liggja,
arka um gangstéttir glaðir
gefendur, aðrir þiggja.
Skilding er fleygt að fótum
fólks sem ölmusu biður.
Sífellt í eyrum ymur
umferðar þungur niður.
Geng ég til krár að kveldi,
kneyfa af dýrum vínum.
Klingjandi glasaglaumur
glymur í eyrum mínum.
Sé ég hvar sífellt er haldinn
siðurinn ævaforni.
Konan sem blíðuna býður,
bíður á næsta horni.
Í upphafi lífs var okkur
æviþráðurinn gefinn.
Hennar var lífsþráður líka
lagður í sama vefinn.
Flestum er gjarnt að grípa
grjótið og aðra lasta.
Sá þeirra er syndlaus reynist,
sjálfur má fyrstur kasta.
Á hennar auðnuleysi
okkur til gamans verða?
Hún sem bíður við hornið
og hlustar til mannaferða,
er atvik frá köldu kveldi,
konan sem allir gleyma.
En myrk og malbikið stræti
minningu hennar geyma.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
- agny
- alheimurinn
- almal
- andreaolafs
- andres
- annabjo
- annaragna
- domubod
- atlifannar
- arnim
- arogsid
- kaffi
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- eurovision
- danielhaukur
- dofri
- dora61
- iceman
- saxi
- ernafr
- evabenz
- sifjar
- gretarorvars
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- gudnim
- gmaria
- sigriks
- coke
- nesirokk
- hlynurh
- hrannarb
- ringarinn
- ingibjorgstefans
- jakobjonsson
- jensgud
- jobbisig
- kiddijoi
- kristinm
- kiddirokk
- lauola
- mp3
- maggib
- margretloa
- maggadora
- margretsverris
- omarragnarsson
- ottarfelix
- paul
- palmig
- hafstein
- rannveigmst
- salvor
- pensillinn
- fjola
- sigurjonth
- steinunnolina
- garibald
- possi
- stormsker
- saethorhelgi
- truno
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- eggmann
- thorasig
- vitinn
- motta
- aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 57228
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.