Leita í fréttum mbl.is

Bergþórulag dagsins: NÓTT Í ERLENDRI BORG

730886818_l
Eitthvað mun vera á reiki með nákvæmlega hver tekur hvaða lag, því eins og þegar um sannan bræðing á milli tónlistarmanna er um að ræða þá fljóta lögin stundum til annarra sem tengja betur. Hef það samt staðfest að Svavar Knútur muni taka þetta lag á tónleikunum. Hvað gerist á næstu dögum veit ég þó ekki. Svavar Knútur fór í upptöku í gær hjá Kastljósi og flutti þar lagið "Frá liðnu vori", mun það annað hvort koma í kvöld eða annað kvöld í sjónvarpi allra landsmanna. 
 
Eftir nokkuð streð við að fá umfjöllun um tónleikana í prentmiðlum koma loks viðtöl við Hjörleif á morgunn í velflestum þeirra. 
 
Nótt í erlendri borg kom aðeins út á einni safnplötu sem heitir "Að vísu". Lagið er að sjálfsögðu með á Heildarútgáfunni sem kemur út á næstu dögum.

 

Ljóð: Sigurður Anton Friðþjófsson

 

Um myrk og malbikuð stræti

mannanna sporin liggja,

arka um gangstéttir glaðir

gefendur, aðrir þiggja. 

Skilding er fleygt að fótum

fólks sem ölmusu biður.

Sífellt í eyrum ymur

umferðar þungur niður.

 

Geng ég til krár að kveldi,

kneyfa af dýrum vínum.

Klingjandi glasaglaumur

glymur í eyrum mínum.

Sé ég hvar sífellt er haldinn

siðurinn ævaforni.

Konan sem blíðuna býður,

bíður á næsta horni. 

 

Í upphafi lífs var okkur

æviþráðurinn gefinn.

Hennar var lífsþráður líka

lagður í sama vefinn.

Flestum er gjarnt að grípa

grjótið og aðra lasta.

Sá þeirra er syndlaus reynist,

sjálfur má fyrstur kasta.

 

Á hennar auðnuleysi

okkur til gamans verða?

Hún sem bíður við hornið

og hlustar til mannaferða,

er atvik frá köldu kveldi,

konan sem allir gleyma.

En myrk og malbikið stræti

minningu hennar geyma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband