Leita í fréttum mbl.is

Bergþórulag dagsins: LJÓÐ ÁN LAGS

Laylow

Lay Low flytur þetta lag á Minningartónleikunum 15. febrúar. Það verður spennandi að heyra hennar útfærslu á þessu frábæra blúslagi. Blúsinn átti mjög vel við rödd Bergþóru, hún hefði gjarnan mátt semja fleiri slík lög:)

 

Útgáfan af þessu lagi í Tónhlöðunni er af Í seinna lagi disknum, en sú skífa var alfarið tekin upp "live" bæði fyrir sjónvarp og hljómplötu í stúdíó Stemmu sem var sett upp í gömlu frystihúsi út á nesi. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem slíkt var gert hérlendis og Diddi fiðla stjórnaði þessu með mikilli röggsemi.  

 

Steinn Steinarr var alveg einstakt skáld og vonandi verður hans minnst á sem víðtækastan hátt í ár, en skáldið hefði orðið 100 ára í ár. Þetta ljóð hans er afar einkennandi fyrir stemmninguna sem honum var svo lagið að skapa. 

 

Ljóð: Steinn Steinarr

 

Ég reyndi að syngja

en rödd mín var stirð og hás,

eins og ryðgað járn

væri sorfið með ónýtri þjöl.

Og ég reyndi á ný,

og ég grét og ég bað eins og barn.

Og brjóst mitt var fullt af söng,

en hann heyrðist ekki.

 

Og brjóst mitt titraði

af brimgný æðandi tóna,

og blóð mitt ólgaði og svall

undir hljómfalli lagsins.

Það var söngur hins þjáða,

hins sjúka, hins vitfirrta lífs

í sótthita dagsins,

en þið heyrðuð það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband