Leita í fréttum mbl.is

Bergþórulag dagsins: SANDKORN

Kristjana Stefáns

Kristjana Stefánsdóttir mun flytja þetta lag af hárfínni nákvæmi á Minningartónleikunum.

Bergþóra bar allt tíð afar mikla virðingu fyrir skáldum, svo mikla að hún setti sinn fyrsta hljóðritaða texta undir dulnefni. En sá texta er að finna á Eintaki og heitir Sólarlag. Eftirgrennslan hjá Stef nýverið um rétthafa á textanum leiddi í ljós að Bergþóra var höfundur hans en ekki hinn dularfulli James. Það var því Bergþóru mikið gleðiefni þegar dóttir hennar ákvað að feta skáldaslóðir. Þegar Birgitta var svo valin yngst skálda til að birta ljóðið Sandkorn í nýjum skólaljóðum, fylltist Bergþóra móðurlegu stolti og samdi lag við ljóðið. 

Pálmi Gunnarsson syngur með Bergþóru í þessu útgáfu af laginu en þeirra samstarf var sem rauður þráður í gegnum allan feril Bergþóru. Á hljómplötunni Afturhvarf má meira segja finna lag eftir Pálma sem hann samdi til sonar síns Sigga.  

 Ljóð: Birgitta Jónsdóttir

Sandkorn í hafsjónum

sandkorn er ég aðeins

 

Í vindinum fýk ég

á vit hins óþekkta

 

Annars sig ég í fjöru minni

og horfi á hin sandkornin

Þau eru grá og föl

eins og ég

 

Öll erum við að bíða

eftir næstu vindhviðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband