Leita í fréttum mbl.is

Heildarsafn Bergþóru Árna að fá á sig mynd

Búið er að ákveða umfang heildarsafns með tónlistinni hennar Bergþóru sem mun koma út viku fyrir tónleikana. Það mun þá verða í fyrstu vikunni í febrúar ef allt fer að óskum. Safnið mun innihalda um 100 lög og vera á 5 diskum. Dimma gefur út heildarsafnið.

Þetta hefur verið heilmikið ferðalag um tónlist og ljóð. Hafði satt best að segja gleymt því hve mörgum perlum henni auðnaðist að veiða upp úr ljóðum og textum. Bergþóra samdi ekki tónlist eins og flestir, langflest lögin spruttu til hennar úr ljóðum, því var hún lagaveiðikona.

Mun setja hér inn lagalistann á næstu dögum. Er að hamast við að koma heim og saman 64 síðna bók sem mun fylgja með safninu og vonast ég til að koma öllum ljóðum og textum þar inn. Það var Bergþóru alltaf kappsmál að hafa vegleg textablöð með sínum hljómplötum og voru til dæmis textablöðin með Eintaki, fagurlega handskrifuð af henni sjálfri. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gaman að heyra að það verði gefið út samansafn af lögum hennar á cd og mun ég næla mér í slíkt eitt  eintak.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.1.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

En frábært! Hlakka til að eignast þetta safn :-)

Kristján Kristjánsson, 9.1.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

:ú dugleg, hlakka til að sjá allan lagalistan. Bestu kveðjur til þín

Erna Friðriksdóttir, 9.1.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband