10.12.2007 | 22:27
RÁÐIÐ
Þetta ljóð er bara snilld. Þetta lag er eitt síðasta lagið sem Bergþóra flutti "live" hérlendis sem erlendis áður en hún tók upp á því að deyja. Lagið er hinsvegar gamalt og er að finna á fyrstu sólóplötunni hennar sem hét einfaldlega EINTAK. Hef stundum leitt hugann að þessu ljóði þegar fólk fer offörum í bloggheimum sem og öðrum fjölmiðlum.
Ljóð: Páll J. Árdal
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
En láttu það svona í veðrinu vaka
Þú vitir, að hann hafi unnið til saka.
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
Þá segðu, að til séu nægileg rök,
En náungans bresti þú helzt viljir hylja,
Það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
Og gakktu nú svona frá manni til manns,
unz mannorð er drepið og virðingin hans.
Og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
En þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá,
og láttu þá helzt eins og verja hann viljir,
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
Og segðu: ,,Hann brotlegur sannlega er,
en syndugir aumingja menn erum vér,
því umburðarlyndið við seka oss sæmir.
En sekt þessa vesalings faðirinn dæmir.
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd.
Með hangandi munnvikjum varpaðu önd,
og skotraðu augum að upphimins ranni,
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
Já, hafir þú öll þessi happsælu ráð,
ég held þínum vilja, þú fáir þá náð
og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður.
En máske, að þú hafir kunnað þau áður.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Breytt 11.12.2007 kl. 11:31 | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
- agny
- alheimurinn
- almal
- andreaolafs
- andres
- annabjo
- annaragna
- domubod
- atlifannar
- arnim
- arogsid
- kaffi
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- eurovision
- danielhaukur
- dofri
- dora61
- iceman
- saxi
- ernafr
- evabenz
- sifjar
- gretarorvars
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- gudnim
- gmaria
- sigriks
- coke
- nesirokk
- hlynurh
- hrannarb
- ringarinn
- ingibjorgstefans
- jakobjonsson
- jensgud
- jobbisig
- kiddijoi
- kristinm
- kiddirokk
- lauola
- mp3
- maggib
- margretloa
- maggadora
- margretsverris
- omarragnarsson
- ottarfelix
- paul
- palmig
- hafstein
- rannveigmst
- salvor
- pensillinn
- fjola
- sigurjonth
- steinunnolina
- garibald
- possi
- stormsker
- saethorhelgi
- truno
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- eggmann
- thorasig
- vitinn
- motta
- aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta elsku Birgitt mín. Það er einhvernveginn heilmikið þörf á að endurvekja þessi orð núna á þessum síðust og verstu tímum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.