30.11.2007 | 22:20
Í tilefni dagsins...
... langar mig að deila með ykkur síðasta laginu sem Bergþóra Árnadóttir tók upp, hugsanlega síðasta lagið sem hún samdi. Henni einlægi vilji var að þetta lag væri notað í þágu umhverfisverndar, sem ég geri nú þó að tilþrifin séu ekki mikil. Þó landið við Kárahnjúka sé að eilífu glatað, þá bíða þeim sem er annt um þetta mörg og krefjandi verkefni við að upplýsa almenning um fórnarkostnað fleiri virkjanna. Vona að þetta lag Bergþóru við ljóð Kristjáns Hreinssonar blási fólki eldmóð í brjóst og veki aðra til umhugsunar.
ÞJÓÐARBLÓMIÐ
Ljóð: Kristján Hreinsson
Við jökulrönd í brekku lifir blóm
og brosir þar í augnsýn hárra tinda,
það unir jafnt við stormsins sterka hljóm
og stunu hinna ljúfu sunnanvinda.
Og brosið það er hýtt og hreint og tært
og himnesk fegurð af því fær að ljóma.
Hér sé ég loks það allt sem er mér kært,
þá eilífð sem er geymd í faðmi blóma.
Svo sæll ég fæ að lofa stað og stund
er stend ég hér sem vakinn upp af doða.
Þá sé ég menn sem ganga hratt um grund,
af gáleysi þeir yfir völlinn troða,
svo sé ég þegar fellur fögur jurt,
ég finn að einhver skelfing er á seyði
því lítið blóm með slægð er slitið burt
og slóðin öll er tætt og lögð í eyði.
Jafnvel þó að fórn sé fögur dyggð
og fallið geti opnað sigurbrautir
þá ber ég samt í brjósti harm og hryggð
er horfi ég á fótum troðnar lautir
og sé þá jörð sem hlotið hefur dóm
sem heimskir menn af græðgi fengu bruggað.
Við jökulrond í brekku liggur blóm.
Ég bið til Guðs, en ekkert fær mig huggað.
ÞJÓÐARBLÓMIÐ
Ljóð: Kristján Hreinsson
Við jökulrönd í brekku lifir blóm
og brosir þar í augnsýn hárra tinda,
það unir jafnt við stormsins sterka hljóm
og stunu hinna ljúfu sunnanvinda.
Og brosið það er hýtt og hreint og tært
og himnesk fegurð af því fær að ljóma.
Hér sé ég loks það allt sem er mér kært,
þá eilífð sem er geymd í faðmi blóma.
Svo sæll ég fæ að lofa stað og stund
er stend ég hér sem vakinn upp af doða.
Þá sé ég menn sem ganga hratt um grund,
af gáleysi þeir yfir völlinn troða,
svo sé ég þegar fellur fögur jurt,
ég finn að einhver skelfing er á seyði
því lítið blóm með slægð er slitið burt
og slóðin öll er tætt og lögð í eyði.
Jafnvel þó að fórn sé fögur dyggð
og fallið geti opnað sigurbrautir
þá ber ég samt í brjósti harm og hryggð
er horfi ég á fótum troðnar lautir
og sé þá jörð sem hlotið hefur dóm
sem heimskir menn af græðgi fengu bruggað.
Við jökulrond í brekku liggur blóm.
Ég bið til Guðs, en ekkert fær mig huggað.
Ræs! sagði Össur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:24 | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
- agny
- alheimurinn
- almal
- andreaolafs
- andres
- annabjo
- annaragna
- domubod
- atlifannar
- arnim
- arogsid
- kaffi
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- eurovision
- danielhaukur
- dofri
- dora61
- iceman
- saxi
- ernafr
- evabenz
- sifjar
- gretarorvars
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- gudnim
- gmaria
- sigriks
- coke
- nesirokk
- hlynurh
- hrannarb
- ringarinn
- ingibjorgstefans
- jakobjonsson
- jensgud
- jobbisig
- kiddijoi
- kristinm
- kiddirokk
- lauola
- mp3
- maggib
- margretloa
- maggadora
- margretsverris
- omarragnarsson
- ottarfelix
- paul
- palmig
- hafstein
- rannveigmst
- salvor
- pensillinn
- fjola
- sigurjonth
- steinunnolina
- garibald
- possi
- stormsker
- saethorhelgi
- truno
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- eggmann
- thorasig
- vitinn
- motta
- aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alltaf hrygg þegar ég hugsa til Kárahnjúka, og svo verð ég reið inn i mér. Sérstaklega þegar menn eru að hælast um af þessu stórvirki, sem í mínum huga er ekkert annað en níðingsverk á náttúrinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 18:52
Var einmitt að spá í af hverju ég gæti ekki dáðst að þessum stórvirkjum
finnst bara ekki öll mannanna verk eitthvað til að dáðst að
-sér í lagi þegar það krefst slíkra fórna.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er sinnuleysi almennings gagnvart
landinu okkar. Því hver brjálæðishugmyndin virðist fá farveg meðal ráðamanna og kvenna, eins og til dæmis það að setja olíuhreinsunarstöð á jafn einstökum stað og í Dýrafirði.
Eins og að fórna einum merkasta stað landsins þeas Reykjadal fyrir smotteríis virkjun sem enginn brýn þörf er fyrir. Og því að yfirhöfuð virkja meira á meðan við vitum svona lítið um afleiðingar
jarðvarmavirkjanna. Það er orðið nánast ólíft í borginni vegna
Hellisheiðarvirkjunar og engar rannsóknir hafa farið frá á
afleiðingum of mikils brennisteins í andrúmslofti til langtíma.
Meðan aðrar þjóðir kappkosta við að finna lausnir á
hlýnun jarðar, sláum við okkur á brjóst
stuðlum að einkavæðingu annarra landa
glottum og kætumst yfir þvi að um stutta stund má
rækta húðkrabbamein um hlýnandi sumur
(gleyma gjarnan að hitabreytingar þessar munu innibera meiri vætutíð)
og jafnvel geta sleppt því að fara til annarra landa vegna eilífrar bongóblíðu.
Talandi um hátt hlutfall spilafíkla meðal þjóðar okkar:)
Birgitta Jónsdóttir, 2.12.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.