Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Afturhvarf - ţrennir tónleikar til heiđurs minningu Bergţóru Árnadóttur

Ţrennir tónleikar međ völdu efni úr söngvasafni Bergţóru Árnadóttur verđa haldnir í febrúar 2012, fyrst í Salnum í Kópavogi á afmćlisdegi Bergţóru 15 og 16 febrúar, síđan í Hofi á Akureyri ţann 17. febrúar.

Miđaverđi er stillt í hóf, ađeins kr. 2.900,- Forsala er á vef Salarins: 

Miđar 15. febrúar: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=9814 

Miđar 16. febrúar: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=9815

Miđar 17. febrúar: http://www.menningarhus.is/news/afturhvarf/

Minningarsjóđur Bergţóru Árnadóttur söngvaskálds efnir til árlegra tónleika í Salnum, Kópavogi 15. og 16. febrúar kl. 20, og í Hofi á Akureyri 17. febrúar. Ađ ţessu sinni er yfirskrift tónleikanna Afturhvarf, en á efnisskránni verđa mörg af ţekktari lögum Bergţóru auk laga sem sjaldan hafa heyrst á undanförnum árum. Flytjendur á tónleikunum eru: Guđrún Gunnars, Pálmi Gunnarsson, Svavar Knútur, Ađalsteinn Ásberg, Hjörleifur Valsson og Pálmi Sigurhjartarson. Gestasöngvari í Salnum verđur sonardóttir Bergţóru, Valný Lára Jónsdóttir, en á Akureyri kemur fram menntaskólaneminn Móheiđur Guđmundsdóttir. Yfirskrift tónleikanna vísar ennfremur til ţess ađ nú koma viđ sögu samverkamenn Bergţóru um lengri eđa skemmri tíma. Pálmi Gunnarsson lék t.d. međ henni inn á fyrstu plötu hennar seint á áttunda áratugnum og Guđrún Gunnars kynntist henni á velmektarárum félagsins Vísnavina. Ađalsteinn Ásberg stóđ henni nćrri og starfađi međ henni um árabil. Fyrirtćki hans, Dimma, gaf út heildarútgáfu verka Bergţóru áriđ 2008, sem er löngu uppseld. Hjörleifur Valsson kynntist Bergţóru á unga aldri og lék međ henni af og til í meira en áratug. Ţá er ekki síđur gaman ađ kynna til sögunnar unga og upprennandi sönvara og er ţađ einmitt í anda Berţóru sjálfrar. 

Minningarsjóđur Bergţóru var stofnađur í framhaldi af velheppnuđum tónleikum voriđ 2008 og í kjölfar veglegrar heildarútgáfu međ verkum söngkonunnar, en tilgangur sjóđsins er ađ stuđla ađ ţvi ađ tónlist Bergţóru og minning lifi međal ţjóđarinnar. Tónleikar ţessa árs eru hinir fimmtu í röđinni, en sum árin hefur ţurft ađ endurtaka dagskrána vegna ađsóknar. Ţađ skemmtilega viđ umgjörđ tónleikanna er ennfremur ađ ţeir eru aldrei eins, ţ.e. mismunandi flytjendur og efnisskrá sem gerir ţađ ađ verkum ađ sömu áhorfendur fá alltaf eitthvađ nýtt.

Á síđasta ári kom út 22 laga safndiskur Bergţóra Árnadóttir – Bezt. Af öđrum verkefnum menningarsjóđsins má nefna ađ unniđ er ađ nótnaskrift á öllum verkum Bergţóru og ný heimasíđa međ upplýsingum um líf hennar og list er í undirbúninngi. 
Bergţóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöđlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvćđamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög viđ ljóđ ţekktra skálda, ţ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guđmundssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.

Tónlist Bergţóru í nýjum búningi á minningartónleikum í Salnum

Fjórđu minningartónleikarnir um söngvaskáldiđ Bergţóru Árnadóttur verđa haldnir í Salnum í Kópavogi ţriđjudginn 15. febrúar kl. 20. Ţađ er Minningarsjóđur Bergţóru sem efnir til tónleikanna en ţeir eru ađ vanda haldnir á afmćlisdegi hennar.

Hćgt er ađ kaupa miđa hér: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=8367

Ađ ţessu sinni verđa mörg af ţekktari lögum Bergţóru flutt í fyrsta sinn í kórútsetning-um og koma ţrír kórar viđ sögu, en stjórnandi ţeirra er Guđlaugur Viktorsson. Um er rćđa hinn landsţekkta Lögreglukór Reykjavíkur, Kór Menntaskólans í Reykjavík og Vox Populi. Einnig kemur söngvarinn Jónas Sigurđsson fram međ Lögreglukórnum. Undirleik annast Gunnar Gunnarsson á píanó, Vilhjálmur Guđjónsson á gítar, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Hjörleifur Valsson á fiđlu. Ţau Ađalheiđur Ţorsteinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Skarphéđinn Hjartarson og Tryggvi M. Baldvinsson hafa útsett söng-lög Bergţóru fyrir karlakór og blandađa kóra. Kynnir á tónleikunum verđur Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson. Ţess er ađ vćnta ađ tónleikarnir verđi einkar veglegir og ţví ćtti enginn ađdáandi söngvaskáldsins góđa ađ láta ţá framhjá sér fara.

Bergţóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöđlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvćđamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög viđ ljóđ ţekktra skálda, en einnig tónlist viđ eigin texta. Á ferli sínum sendi hún frá sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.

Ţess má geta ađ í febrúar er vćntanlegur nýr geisladiskur međ bestu lögum Bergţóru í hennar eigin flutningi, en einnig eru ţrjú lög eftir hana á nýjum geisladiski Lögreglukórsins.
Lögreglukór Reykjavíkur var stofnađur 1934 en hann skipa starfandi og fyrrverandi lögreglumenn. Virkir félagar í dag eru 30 talsins og formađur kórsins er Hörđur Jóhannesson, ađstođarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfđuborgarsvćđinu. Núverandi stjórnandi, Guđlaugur Viktorsson, tók viđ stjórn kórsins áriđ 1990. Í tíđ hans hefur starfiđ vaxiđ og er drifiđ áfram af metnađi og áhuga og óhćtt ađ segja ađ á verkefnaskránni er ýmislegt annađ en hefđbundin karlakóratónlist. Kórinn hefur notiđ vaxandi vinsćlda á liđnum árum og verkefni hans hafa veriđ margvísleg. Tvívegis hafa veriđ gefnir út geisladiskar međ söng kórsins, áriđ 1999 og 2005. Síđari diskurinn var gefinn út í 5000 eintökum og er nú uppseldur. Starfsemi kórsins er fjármögnuđ međ framlögum kórfélaga sjálfra og tilfallandi styrkjum. Vćntanlegur er innan tíđar nýr geisladiskur međ tónlist sem er sérstaklega útsett fyrir kórinn Á ţeirri efnisskrá er tónlist eftir Megas, Bubba, KK, Hörđ Torfason, Bergţóru Árnadóttur ofl.

Kór Menntaskólans í Reykjavík hefur starfađ um langt árabil, lengi vel undir stjórn Marteins H. Friđrikssonar fyrrum dómorganista, en frá árinu 2006 undir stjórn Guđlaugs Viktorssonar. Kórinn hefur fyrst og fremst flutt klassísk verk íslenskrar kórtónlistar í bland viđ klassískar perlur norrćnnar og evrópskar kórtónlistar. Kórinn syngur reglulega tónleika á ađventu og síđan ađ vori. Hann hefur ferđast nokkuđ og tók áriđ 2007 ţátt í kórakeppni í Hollands ţar sem hann hlaut mjög góđa dóma fyrir söng sinn. Kórinn hefur fariđ stćkkandi ár frá ári og telur nú um 80 félaga. Nćsta vor stefnir kórinn á ţátttöku í kórakeppni í Tallin í Eistlandi.

Vox Populi er sönghópur sem var stofnađur 2008 af hópi ungs fólks sem flest hafđi kynnst í gegnum kórstarf í Borgarholtsskóla undir stjórn Guđlaugs Viktorssonar. Hópurinn vildi fyrst og fremst syngja rythmískari tónlist. Í fyrstu var hópurinn ađeins 10 manns en hefur fariđ fjölgandi ekki síst nú á ţessu starfsári ţar sem kórinn hefur endurnýjađ tengsl sín viđ nemendur Borgarholtsskóla. Í stuttu máli, hćfileikaríkur hópur ungs fólks á uppleiđ, sem flutt hefur leikhús og söngleikjatónlist auk annarar fjölbreyttrar tónlistar.

Eina jólalag Bergţóru Árnadóttur

Jólasteinn bergţóra árnadóttirBergţóra samdi ađeins eitt jólalag. Lagiđ samdi hún viđ ádeiluljóđ Steins Steinars á jólin. Ćtla mćtti ađ Bergţóra hafi ekki veriđ mikiđ jólabarn vegna ţessa en ţví fór fjarri. Hún hafđi dálćti á bođskap jólanna, en fyrirleit rétt eins og skáldiđ góđa - grćđgina sem hafđi veriđ spyrnt viđ ţessa hátíđ friđar og ljóss. 

Setti lagiđ góđa í tónhlöđuna, en ţađ er ađeins fáanlegt sem aukalag á einum af diskunum fimm í heildarsafni tónlistar Bergţóru sem kom út fyrr á ţessu ári. Lagiđ kom út á smáskífu sem heitir Jólasteinn og rann út eins og jólaglögg ein jólin fyrir margt löngu. Hér er svo ljóđiđ, ţađ hefur alltaf vakiđ ákveđna kátínu hér á bć.

Jól
Ljóđ: Steinn Steinarr

Sjá, ennţá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust
á bládjúpum miđsvetrarhimni hins snćţakta lands.
Sjá, ennţá nálgast sú hátíđ, sem hjartanu er skyldust
og huggar međ fagnađarsöngvum hvert angur manns.

Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu,
og klukknahringing og messur og bćnagjörđ.
Ţađ er kannski heimskast og andstyggilegast af öllu,
sem upp var fundiđ á ţessari voluđu jörđ.

Og ger ţú nú snjallrćđi nokkurt, svo fólkiđ finni
í fordćmi ţínu hygginn og slóttugan mann:
Međ kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni ţinni,
og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.


Fréttir af minningartónleikum 15. febrúar 2008 til heiđurs Bergţóru

Nú er búiđ ađ manna allflestar söngvarastöđur fyrir minningartónleikana sem fram fara á sextugs afmćli Bergţóru Árnadóttur, ţann 15. febrúar nćstkomandi. Hjörleifur Valsson tónlistarlegur stjúpsonur Bergţóru hefur veg og vanda ađ ţessari framkvćmd. Treysti honum fullkomlega til ađ ţetta verđi ógleymanleg upplifun. Eftir ađ hafa misst nokkra mćta söngvara af listanum sem var í árdaga skipulagsins í tónleikaferđir og slíkt og nokkurn höfuđverk um hverja viđ ćttum ađ fá í stađinn ţó ţjóđin státi af mörgum eđal söngvurum, ţá má segja ađ endanlegt úrval muni sýna vel ţá breidd í flutningi sem lögin hennar Bergţóru bjóđa upp á. 

Ţeir söngvarar sem munu klćđa lög Bergţóru í nýjan búning eru sem hér segir:

Hansa

Jónas Sigurđsson 

Kristjana Stefánsdóttir

Lay Low 

Magga Stína Blöndal 

Ragnheiđur Gröndal 

Sigtryggur Baldursson 

Svavar Knútur

 

Miđar á tónleikana munu fljótlega fást á midi.is. Lćt ykkur vita ţegar svo verđur. 


  


Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Ţetta blogg er tileinkađ Bergţóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi međ meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verđur hćgt ađ fylgjast međ endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergţóru ţó hún sé komin á annađ tilverustig.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband