Leita í fréttum mbl.is

Tónlist Bergţóru í nýjum búningi á minningartónleikum í Salnum

Fjórđu minningartónleikarnir um söngvaskáldiđ Bergţóru Árnadóttur verđa haldnir í Salnum í Kópavogi ţriđjudginn 15. febrúar kl. 20. Ţađ er Minningarsjóđur Bergţóru sem efnir til tónleikanna en ţeir eru ađ vanda haldnir á afmćlisdegi hennar.

Hćgt er ađ kaupa miđa hér: http://salurinn.is/default.asp?page_id=7502&event_id=8367

Ađ ţessu sinni verđa mörg af ţekktari lögum Bergţóru flutt í fyrsta sinn í kórútsetning-um og koma ţrír kórar viđ sögu, en stjórnandi ţeirra er Guđlaugur Viktorsson. Um er rćđa hinn landsţekkta Lögreglukór Reykjavíkur, Kór Menntaskólans í Reykjavík og Vox Populi. Einnig kemur söngvarinn Jónas Sigurđsson fram međ Lögreglukórnum. Undirleik annast Gunnar Gunnarsson á píanó, Vilhjálmur Guđjónsson á gítar, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Hjörleifur Valsson á fiđlu. Ţau Ađalheiđur Ţorsteinsdóttir, Bára Grímsdóttir, Skarphéđinn Hjartarson og Tryggvi M. Baldvinsson hafa útsett söng-lög Bergţóru fyrir karlakór og blandađa kóra. Kynnir á tónleikunum verđur Ađalsteinn Ásberg Sigurđsson. Ţess er ađ vćnta ađ tónleikarnir verđi einkar veglegir og ţví ćtti enginn ađdáandi söngvaskáldsins góđa ađ láta ţá framhjá sér fara.

Bergţóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöđlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvćđamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög viđ ljóđ ţekktra skálda, en einnig tónlist viđ eigin texta. Á ferli sínum sendi hún frá sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.

Ţess má geta ađ í febrúar er vćntanlegur nýr geisladiskur međ bestu lögum Bergţóru í hennar eigin flutningi, en einnig eru ţrjú lög eftir hana á nýjum geisladiski Lögreglukórsins.
Lögreglukór Reykjavíkur var stofnađur 1934 en hann skipa starfandi og fyrrverandi lögreglumenn. Virkir félagar í dag eru 30 talsins og formađur kórsins er Hörđur Jóhannesson, ađstođarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfđuborgarsvćđinu. Núverandi stjórnandi, Guđlaugur Viktorsson, tók viđ stjórn kórsins áriđ 1990. Í tíđ hans hefur starfiđ vaxiđ og er drifiđ áfram af metnađi og áhuga og óhćtt ađ segja ađ á verkefnaskránni er ýmislegt annađ en hefđbundin karlakóratónlist. Kórinn hefur notiđ vaxandi vinsćlda á liđnum árum og verkefni hans hafa veriđ margvísleg. Tvívegis hafa veriđ gefnir út geisladiskar međ söng kórsins, áriđ 1999 og 2005. Síđari diskurinn var gefinn út í 5000 eintökum og er nú uppseldur. Starfsemi kórsins er fjármögnuđ međ framlögum kórfélaga sjálfra og tilfallandi styrkjum. Vćntanlegur er innan tíđar nýr geisladiskur međ tónlist sem er sérstaklega útsett fyrir kórinn Á ţeirri efnisskrá er tónlist eftir Megas, Bubba, KK, Hörđ Torfason, Bergţóru Árnadóttur ofl.

Kór Menntaskólans í Reykjavík hefur starfađ um langt árabil, lengi vel undir stjórn Marteins H. Friđrikssonar fyrrum dómorganista, en frá árinu 2006 undir stjórn Guđlaugs Viktorssonar. Kórinn hefur fyrst og fremst flutt klassísk verk íslenskrar kórtónlistar í bland viđ klassískar perlur norrćnnar og evrópskar kórtónlistar. Kórinn syngur reglulega tónleika á ađventu og síđan ađ vori. Hann hefur ferđast nokkuđ og tók áriđ 2007 ţátt í kórakeppni í Hollands ţar sem hann hlaut mjög góđa dóma fyrir söng sinn. Kórinn hefur fariđ stćkkandi ár frá ári og telur nú um 80 félaga. Nćsta vor stefnir kórinn á ţátttöku í kórakeppni í Tallin í Eistlandi.

Vox Populi er sönghópur sem var stofnađur 2008 af hópi ungs fólks sem flest hafđi kynnst í gegnum kórstarf í Borgarholtsskóla undir stjórn Guđlaugs Viktorssonar. Hópurinn vildi fyrst og fremst syngja rythmískari tónlist. Í fyrstu var hópurinn ađeins 10 manns en hefur fariđ fjölgandi ekki síst nú á ţessu starfsári ţar sem kórinn hefur endurnýjađ tengsl sín viđ nemendur Borgarholtsskóla. Í stuttu máli, hćfileikaríkur hópur ungs fólks á uppleiđ, sem flutt hefur leikhús og söngleikjatónlist auk annarar fjölbreyttrar tónlistar.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Ţetta blogg er tileinkađ Bergţóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi međ meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verđur hćgt ađ fylgjast međ endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergţóru ţó hún sé komin á annađ tilverustig.
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband