3.2.2008 | 10:34
Bergþórulag dagsins: VERKAMAÐUR
Jónas Sigurðsson flytur Verkamanninn á Minningartónleikunum 15. febrúar. Þegar hann var hérlendis síðast liðið sumar flutti hann lagið í Þorlákshöfn, það var afar sérstakt að vera þarna í gamla þorpinu rétt við húsið að H-götu 12 þar sem þetta lag var samið og sjá Jónas litla flytja það. Hann var nefnilega nágranni Bergþóru, bjó í næsta húsi og var leikfélagi sonar hennar, Jóns Tryggva þegar þeir voru smápeð.
Bergþóra hafði mikið dálæti á hljóðfærinu túbu og hefði án efa verið ánægð að sjá það notað í laginu en með Jónasi í för var túbuleikari sem á eina flottustu túbu sem um getur. Hvít eins og nýfallinn snjór og ákaflega glæsileg. Útgáfa Jónasar af laginu verður án efa fremur rokkuð ef hún verður eitthvað í líkingu við Þorlákshafnarflutninginn. Verkamaður er best þekkta lag Bergþóru og vinsælt til flutninga í tengslum við 1. maí göngur. Lagið var fyrst hljóðritað fyrir Eintak en þetta er sennilega mest hljóðritaða lag hennar og er í 3 ólíkum útsetningum á Heildarsafninu sem er rétt ókomið til landsins.
Ljóð: Steinn Steinarr
Hann var eins og hver annar verkamaður,
í vinnufötum og slitnum skóm.
Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður
og átti ekki nokkurn helgidóm.
Hann vann á eyrinni alla daga,
þegar einhverja vinnu var hægt að fá,
en konan sat heima að stoppa og staga
og stugga krökkunum til og frá.
Svo varð það eitt sinn þann óra tíma,
að enga vinnu var hægt að fá.
Hver dagur varð harðsótt og hatrömm glíma
við hungurvofuna, til og frá.
Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum,
og auðvaldsins harðstjórum reistu þeir níð.
Og loksins kom að því þeir börðust í bænum,
um brauð handa sveltandi verkalýð.
Þann dag var hans ævi á enda runnin
og enginn veit meira um það.
Með brotinn hausinn og blóð um munninn,
og brjóst hans var sært á einum stað.
Hans fall var hljótt eins og fórn í leynum,
í fylkinguna sást hvergi skarð.
Að stríðinu búnu, á börum einum,
þeir báru hans lík upp í kirkjugarð.
Og hann var eins og hver annar verkamaður,
í vinnufötum og slitnum skóm.
Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður
og átti ekki nokkurn helgidóm.
Engin frægðarsól eða sigurbogi
er samantengdur við minning hans.
En þeir segja, að rauðir logar logi
á leiði hins fátæka verkamanns.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Menning og listir | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
- agny
- alheimurinn
- almal
- andreaolafs
- andres
- annabjo
- annaragna
- domubod
- atlifannar
- arnim
- arogsid
- kaffi
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- eurovision
- danielhaukur
- dofri
- dora61
- iceman
- saxi
- ernafr
- evabenz
- sifjar
- gretarorvars
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- gudnim
- gmaria
- sigriks
- coke
- nesirokk
- hlynurh
- hrannarb
- ringarinn
- ingibjorgstefans
- jakobjonsson
- jensgud
- jobbisig
- kiddijoi
- kristinm
- kiddirokk
- lauola
- mp3
- maggib
- margretloa
- maggadora
- margretsverris
- omarragnarsson
- ottarfelix
- paul
- palmig
- hafstein
- rannveigmst
- salvor
- pensillinn
- fjola
- sigurjonth
- steinunnolina
- garibald
- possi
- stormsker
- saethorhelgi
- truno
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- eggmann
- thorasig
- vitinn
- motta
- aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 57228
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku besta Bergþóra. Ég sem var á leiðinni til hennar og Peters (hún hafði boðið mér að taka upp með henni í Danmörku) þegar reiðarslagið kom. Blessuð sé minning hennar. Má ég nokkuð spyrja hver heldur úti síðunni? Frábært framtak.
Bergur Thorberg, 3.2.2008 kl. 11:22
Heill og sæll Bergur, það mun vera ég Birgitta Bergþórudóttir sem held þessari síðu úti. Man eftir að hún talaði svo fallega um þig og ákvað því að bjóða þér að fylgjast með:)
Fæ kannski að hitta þig seinna á árinu og fá eins og eina sögu fyrir minningabókina sem ég er með í frumsmíðum.
með björtum kveðjum
Birgitta
Birgitta Jónsdóttir, 3.2.2008 kl. 12:14
Yndislega fallegt lag..takk fyrir..
Agnes Ólöf Thorarensen, 3.2.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.