30.1.2008 | 16:21
Bergþórulag dagsins: HIN MIKLA GJÖF
Magga Stína mun flytja þetta lag á minningartónleikunum. Það hefur verið smá töf á að miðarnir komist í sölu en vonandi munu þeir verða komnir í sölu eigi síðar en á morgunn. Það má eiginlega segja að það sé honum Hjörleifi að þakka að Bergþóra byrjaði aftur að flytja þetta lag á tónleikum. Hún var svo gott sem búin að gleyma þessari gömlu perlu af Eintaki þegar hann var nýbyrjaður að spila með henni á unglingsárum sínum. Því var þetta lag oftar en ekki með á dagskrá þegar þau spiluðu saman.
Það verður án efa skemmtilegt og áhugavert að heyra útfærslu Möggu Stínu á þessu lagi.
HIN MIKLA GJÖF
Ljóð: Steinn Steinarr
Hin mikla gjöf, sem mér af náð er veitt
og mannleg ránshönd seint fær komist að,
er vitund þess að verða aldrei neitt.
Mín vinnulaun og sigurgleði er það.
Margt getur skeð. Og nú er heimsstríð háð,
og hönd hvers manns er kreppt um stál og blý.
En eitt er til, sem ei með vopni er náð,
þótt allra landa herir sæki að því.
Það stendur af sér allra veðra gný
í annarlegri þrjósku, veilt og hálft,
með ólán sitt og afglöp forn og ný,
hinn einskisverði maður: Lífið sjálft.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
- agny
- alheimurinn
- almal
- andreaolafs
- andres
- annabjo
- annaragna
- domubod
- atlifannar
- arnim
- arogsid
- kaffi
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- eurovision
- danielhaukur
- dofri
- dora61
- iceman
- saxi
- ernafr
- evabenz
- sifjar
- gretarorvars
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- gudnim
- gmaria
- sigriks
- coke
- nesirokk
- hlynurh
- hrannarb
- ringarinn
- ingibjorgstefans
- jakobjonsson
- jensgud
- jobbisig
- kiddijoi
- kristinm
- kiddirokk
- lauola
- mp3
- maggib
- margretloa
- maggadora
- margretsverris
- omarragnarsson
- ottarfelix
- paul
- palmig
- hafstein
- rannveigmst
- salvor
- pensillinn
- fjola
- sigurjonth
- steinunnolina
- garibald
- possi
- stormsker
- saethorhelgi
- truno
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- eggmann
- thorasig
- vitinn
- motta
- aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.