Leita í fréttum mbl.is

Bergþórulag dagsins: DRAUMUR

Á tónleikunum 15. febrúar mun Hansa flytja Drauminn. Þetta lag var mömmu sérstaklega hjartfólgið vegna þess að hún tileinkaði pabba það og flutti það í minningarathöfninni hans á sínum tíma. Ljóðið er eftir Stein Steinarr en þegar maður skoðar öll lögin hennar Bergþóru kemur í ljós að ekkert skáld varð henni eins gjöfult til tónsmíða eins og hann.

Ljóð: Steinn Steinarr

Lag: Bergþóra Árnadóttir

 

Þú komst af akri þínum, þá var kvöld

og það var ekki neinu fleiru að sinna.

Þú settist hljóðlátur við húss þíns eld

og horfðir milt á leiki barna þinna.

 

Og allt var kyrrt og rótt. Þig sótti svefn.

Þú sofnaðir á næstum augabragði

og dreymdi, að þú gekkst á akur þinn

og einhver vegfarandi kom og sagði:

 

Manstu þann dag, eitt löngu liðið vor?

Í lágum dyrum kotsins stóðstu feiminn

og heyrðir blóð þitt þjóta þyrst og ung.

Og það var köllun þín, að sigra heiminn.

 

Svo hélztu af stað sem hjartað sagði þér.

Þitt hugrekki gat enginn máttur þvingað.

Þig skorti hvorki vit né þrek í þraut.

Og þú ert ekki kominn lengra en hingað.

 

Þá hrökkstu upp, og hljótt var kringum þig.

Og húmið skyggði silfur þinna hára

sem gamalt ryk. Það var sem værir þú

að vakna upp af svefni þúsund ára.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hún var góð kona

Einar Bragi Bragason., 28.1.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband