Leita í fréttum mbl.is

Sprengjan

Ljóð: Sigfús Kristjánsson

Vald mitt er ógn við allt sem lifir á jörðu.
Allt get ég rifið niður sem mennirnir gjörðu.
Sérhverju lífi er mér gefið að granda.
Þeir gáfu mér afl, sem lætur þá hætta að anda.

Heimsku þjóðir, sem ætluðu dáðir að drýgja,
dreifðu mér víða og hófu mig til skýja.
Fólkið sem bað um miskunn frá himinsins hæðum,
heimti mig þaðan með loganna eitruðu glæðum.

Mennirnir tala fagurt um frið meðal þjóða.
Þá fer ég með leynd að tryggja auð þeirra og gróða.
Svo æsist spilið, þá ólmast ég austur og vestur.
Að endingu verð ég þeirra síðasti gestur.

Hafði ekki heyrt Það vorar í fjöldamörg ár og hafði satt best að segja steingleymt hvaða lög Bergþóra var með á henni. Merkilegt þegar maður er að hlusta á gömlu lögin hennar að þau virðast tímalaus. Kannski er það einmitt það sem er heillandi við svokallaða alþýðulistamenn að verk þeirra eru svo laus við tilgerð að þau eldast einna best.

Ég hef verið að slá inn öll þessi eðal ljóð sem Bergþóra samdi lög við og finnst þetta ljóð hans Sigfúsar alveg magnað. Setti lagið Sprengjan í Tónhlöðu Bergþóru áðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband