25.11.2007 | 10:55
Fortíðarmoli um Bergþóru Árna úr Morgunblaðinu 1967
Er búin að vera að fara í gegnum alla persónulegu munina hennar mömmu, bréf, blaðaútklippur, tónlist, texta, ljóð og sitt hvað fleira sem leynst hefur í kössunum sem ég í fáti fyllti stuttu eftir að hún dó í Danaveldi. Þar hef ég fundið ýmislegt sem ég vissi ekki af eða hafði hreinlega gleymt. Ég vissi til dæmis ekki að hún hefði komið fram á skemmtikraftakynningu í Lídó þegar hún var 19. Læt hér fylgja með viðtalið við hana sem birtist í Morgunblaðinu 29. desember 1967í tengslum við þetta.
Bergþóra Árnadóttir er nítján ára gömul húsmóðir, sem söng lög eftir Aðalbjörgu M. Jóhannsdóttur, móður sína, og lék sjálf undir á gítar.
"Já, ég hef nokkrum sinnum komið fram áður, en ekkert núna síðastliðin þrjú ár".
"Hvenær í ósköpunum byrjaðir þú þá?"
"Ég hef verið að syngja og spila svotil síðan ég man eftir mér. Ég kom svo fram fyrir nokkrum árum í skólanum í Hveragerði, en þar átti ég heima. Ég var einnig í söngleik í Borgarfirði, meðan ég vann að Reykholti".
"Hafa verið gefin út lög eftir móður þína?"
"Nei, þau hafa aldrei komið út á hljómplötu, en við höfum sungið þau mikið heima. Pabbi spilar á gítar, og hann syngur oft lög eftir hana, svona bara fyrir fjölskylduna".
"Og hvað segir eiginmaðurinn við þessum "debut", eigið þið einhver börn?"
"Við eigum eina dóttur, átta mánaða gamla. Hann er nú ekkert allof hrifinn, húsbóndinn, en segir nú samt að þetta sé allt í lagi. Ég veit ekki hvernig hann myndi bregðast við ef ég færi að gera meira að þessu".
"Hefurðu kannski hugsað þér það?"
"Nei ætli það. Mig langaði til að reyna í þetta skipti, en ég býst við að ég komi til með að hafa of mikið að gera, við að gæta bús og barna."
Merkilegt nokk, þá var Bergþóra sú eina af þeim sem voru kynntir í Lídó sem átti eftir að láta eitthvað að sér kveða sem skemmtikraftur. Ég mun skanna myndina af Bergþóru sem birtist með þessu örviðtali og skella hér inn í dag.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Tenglar
Bergþóra á YouTube
Ýmiss myndskeið frá ferli Bergþóru á YouTube
Minningartónleikar
Slóðir sem tengjast Minningartónleikunum 15. febrúar.
- Bergþóra á Myspace Æviágrip, myndir og slatti af tónlist
- Bardukha á Myspace
- Jónas Sigurðsson á Myspace
- Magga Stína á Myspace
- Ragnheiður Gröndal á Myspace
- Steingrímur Guðmundsson á Myspace
- Svavar Knútur á Myspace
Ýmsar slóðir
sem tengjast Bergþóru
Bloggvinir
- agny
- alheimurinn
- almal
- andreaolafs
- andres
- annabjo
- annaragna
- domubod
- atlifannar
- arnim
- arogsid
- kaffi
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- bryndisisfold
- eurovision
- danielhaukur
- dofri
- dora61
- iceman
- saxi
- ernafr
- evabenz
- sifjar
- gretarorvars
- gudni-is
- vglilja
- gummisteingrims
- gudnim
- gmaria
- sigriks
- coke
- nesirokk
- hlynurh
- hrannarb
- ringarinn
- ingibjorgstefans
- jakobjonsson
- jensgud
- jobbisig
- kiddijoi
- kristinm
- kiddirokk
- lauola
- mp3
- maggib
- margretloa
- maggadora
- margretsverris
- omarragnarsson
- ottarfelix
- paul
- palmig
- hafstein
- rannveigmst
- salvor
- pensillinn
- fjola
- sigurjonth
- steinunnolina
- garibald
- possi
- stormsker
- saethorhelgi
- truno
- tryggvigunnarhansen
- valgerdurhalldorsdottir
- eggmann
- thorasig
- vitinn
- motta
- aevark
Tónhlaða Bergþóru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hrafn á grjótgarðinum og mamma er að vaska upp og snúrustaurarnir eru hvítir og það er smá snjór og það er talsvert rok, ég drekk kókómalt og borða rúgbrauð með kæfu og Bergþóra Árnadóttir syngur um verkamann í útvarpinu. Er mamma að gráta?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 11:38
Æ hvað mér hlýnaði um hjartaræturnar Birgitta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2007 kl. 13:55
Frábært framtak hjá þér. Gangi þér vel.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.11.2007 kl. 18:51
Guðmundur B: Ég hygg að mamma þín sé að brosa mót hrafninum. Því þeir eru fyrirboðar um hið mystíska og dularfulla sem lífið hefur að bjóða og hverdagsleikinn tekur á sig nýja vídd:)
Ásthildur: Þér tekst alltaf að fá mig til að brosa
Guðmundur R. G: Þakka þér fyrir kveðjuna:)
Birgitta Jónsdóttir, 27.11.2007 kl. 06:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.