Leita í fréttum mbl.is

Bergþóra öll - fréttir af endurútgáfu...

Átti fund um endurútgáfu á tónlist Bergþóru í síðustu viku og hef þau gleðitíðindi fram að færa að allar sólóplöturnar hennar fimm munu verða endurútgefnar á næsta ári. Þær verða gefnar út saman í boxi ásamt öllum lögum sem við mögulega getum fundið sem komu aðeins út á snældum, í sjónvarpi, útvarpi og á safnplötum. Aðalsteinn Ásberg mun taka þetta að sér og ég veit að þetta er í góðum höndum hjá honum.

Nú fer fram einskonar fjársjóðsleit að lögum eftir hana sem hafa því sem næst glatast og eflaust hafa einhver lög horfið úr mannheimum. Bergþóra átti það til að plokka lög úr draumheimum og kannski eru þau bara horfinn inn í þann heim að nýju. Ég er mjög spennt yfir þessu verkefni og það verður gaman að sjá það smella saman. Við stefnum að því að gefa heildarútgáfuna út í tengslum við tónleikana sem haldnir verða henni til minningar á sextugs afmælinu hennar þann 15. febrúar á næsta ári. Ég mun segja ykkur meira frá tónleikunum þegar við erum búin að tryggja staðinn og stundina. EN þetta verða geggjaðir tónleikar því get ég lofað ykkur.

Ég mun svo þegar ég er búin að fá krónólógískan lista yfir lög og plötur sem verða í boxinu setja það inn hér. Ég var mjög ánægð með fundinn við vorum öll svo samstíga og sammála á honum og mikið í mun að sýna verkunum hennar mömmu tilhlýðilega virðingu.... án þess þó að verða of háfleyg:) Fundinn sátu, Þorvaldur Ingi fyrrum maður mömmu og útgefnadi, Aðalsteinn Áberg vinur hennar og samverkamaður í tónlist og orði, Hjörleifur Valsson stjúpsonur og samverkamaður í tónlist og mikill vinur mömmu og svo moi, Birgitta dóttir hennar.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Sæl Birgitta mín!

Einhverju sinn kenndi mamma þín mér lítið sætt lag sem hún samdi við lítið ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk. Ljóðið er að finna í ljóðabók fyrir börn eftir Kristján.  Ég kenndi nokkrum árgöngum barna í Þorlákshöfn að syngja þetta. Ef börnin kunna þetta ekki lengur gæti verið að ég sé sú eina sem kann þetta. Ég veit það ekki.  Ég þurfti aðeins að grufla í heilabúinu mínu, þá kom bæði lag og texti. Ég hef ekki hugsað um þetta í mörg ár. Lagið er við ljóð sem byrjar svona: "Fíni doktor Flamingó..." og ég veit ekki betur en að ég muni þetta hárrétt.

Vildi bara láta þig vita, svona í gamni.

Guðrún S Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk Gunna mín

ég var líka búin að steingleyma þessu lagi

ættum að rifja það upp við tækifæri, mér þótti það alveg stórskemmtilegt og held að mér þyki það enn... fæ einmitt rest af mömmubókum í dag og ætla að finna ljóðið....

með björtum kveðjum

Birgitta

Birgitta Jónsdóttir, 12.7.2007 kl. 08:33

3 identicon

það er frábært að fá endurútgáfu af lögum  Bergþóru hun var skemmtileg söngkona ......VAR BARA BEST

Soffia Ragnarsd (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband