Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Fyrsta Trúbatrixa Íslands

Bergþóra Árnadóttir var fyrsta trúbatrixa Íslands og ruddi veginn fyrir aðrar slíkar. Það var með sanni á brattann að sækja þegar hún hóf sinn feril enda tónlistarheimurinn afar karllægur. Þegar maður lítur yfir farinn veg - rannsakar blaðaskrif um tónlist Bergþóru er augljóst að Bergþóra fékk ekki verðskuldaða athygli fyrir sín störf sem trúbatrixa miðað við karlmenn sem voru að gera áþekka hluti í tónlistarheimum.

Það hefur ekki gengið þrautalaust að koma á framfæri tónlist Bergþóru þó flestir sem maður ræðir við telja hennar þátt í tónlist ekki síður markverðan en annarra sem hafa rutt brautina en ekki síst þótti hún afbragðs tónsmiður og flytjandi, sér í lagi þegar hún var ein á ferð. Hún var undir hælin lögð eins og margar kynsystur hennar þegar kom að afskiptum karlmanna á hennar hugans verk.

Ég rita þetta vegna þess að í gærkvöld voru haldnir eftirminnilegir tónleikar til heiðurs Bergþóru en ekki tókst að fá neina umfjöllun um þá í fjölmiðlum landsins. Því misstu margir af því tækifæri að fá að heiðra minningu Bergþóru í gær með nærveru sinni. En tónleikarnir voru í boði Minningasjóðs Bergþóru Árnadóttur. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 í kjölfar minningartónleika sem haldnir voru á 60 afmæli Bergþóru. Stofnfé sjóðsins kom frá aðgangseyri að þeim tónleikum sem og STEFgjöldum barna Bergþóru.

Stofnun sjóðsins hefði ekki verið möguleg ef allir tónlistarmennirnir sem komu að minningartónleikunum hinum fyrri ásamt þeim sem tóku þátt í gær hefðu ekki verið svo göfuglyndir að gefa alla sína vinnu. Aðstandendur sjóðsins eru listafólkinu innilega þakklátir en þeir hafa með sínu frábæra framtaki tryggt að tónlist Bergþóru fær að glæðast nýju lífi og öðlast nýja vídd.

Markmið sjóðsins er einfalt: að varðveita tónsmíðar Bergþóru og miðla þeim til almennings á margvíslegan hátt ásamt því að viðhalda minningu hennar með ritun ævisögu söngvaskáldsins.

Yfirstandandi verkefni sjóðsins er að yfirfæra flest lög Bergþóru á nótur og gefa þær út. Þá stendur til að setja saman ævisögu Bergþóru sem og að gefa út upptökur af tónleikum sem haldnir voru í Salnum og Grafarvogskirkju árið 2008 til að heiðra minningu Bergþóru.

Nánari upplýsingar um þessi verkefni og feril Bergþóru er að finna á eftirfarandi vefsvæðum: bergthora.blog.is, myspace.com/bergthoraarna, groups.to/bergthora

Árið 2008 gaf Dimma út heildarútgáfu af tónlist Bergþóru - en þar er að finna allar hljómplötur Bergþóru ásamt útgáfutæku aukaefni.

 


Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband