Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Tónlist

Gott er ađ lifa

Frá undanúrslitum Eurovision 1990.
 

Myndband af Hönsu ađ syngja: Draumur

Bergţóra tileinkađi ţessu lagi fyrrum manni sínum Jóni Ólafssyni ţetta lag. Söng ţađ viđ minningarathöfnina sem var haldinn á Sjómannadaginn fyrir margt löngu. Hansa flytur ţađ svo fallega. Hún hefur svo sérstćđa og fallega rödd. 
 

Myndband međ Svavari Knúti: Gígjan

Ţessi mađur er međ eina alfallegustu rödd sem prýđir Íslending. Mikil gćfa ađ hafa fengiđ hann til ađ vera međ á minningartónleikum Bergţóru Árnadóttur. Erum međ í burđarliđum ađ gefa út tónleikana - hvenćr ţađ verđur mun koma í ljós í nćstu viku. Leyfi ykkur ađ sjálfsögđu ađ fylgjast međ.
 

Heildarútgáfan: Plata vikunnar hjá Rás 2

Ţessa vikuna verđur Heildarútgáfa Bergţóru Árnadóttur plata vikunnar hjá Rás 2. Hvet fólk til ađ leggja viđ hlustir. 

Svavar Knútur syngur: Frá liđnu vori

Upptaka úr Kastljósi sem ég fann á YouTube.
Hann Svavar Knútur flytur ţetta svo rosalega fallega.
 

Páll Óskar, Ragnheiđur Gröndal, Svavar Knútur,

Jónas Sig og Jón Tryggvi ... brotabrot af aukatónleikunum sem ég tók á myndavélina mína. Ţetta var allt tekiđ upp á alvöru grćjur og verđur gefiđ út áđur en áriđ er úti. Ţví miđur klárađist plássiđ á myndavélinni minni áđur en ég gat fest á myndband Möggu Stínu og Hönsu en ţćr voru auđvitađ ótrúlega flottar eins og allir hinir.  
 

Páll Óskar syngur Sýnir á Stöđ 2 á eftir

Fékk bara ađ vita ţađ rétt í ţessu ađ Páll Óskar ásamt hluta af Bergţórubandinu, Björgvin Gíslason, Birgir Bragason og Hjörleifur Valsson munu koma fram í Ísland í dag á eftir... Páll Óskar flytur lagiđ Sýnir sem hann gerđi líka í Himnaför Bergţóru Árnadóttur á ógleymanlegan hátt. 

Hvet svo fólk til ađ tryggja sér miđa en síđast ţá seldust miđarnir mjög hratt upp á međan Kastljósţátturinn var í gangi:)  

 


Aukatónleikarnir

Minni alla á ađ nú fer ađ líđa ađ aukatónleikunum til heiđurs Bergţóru Árnadóttur. Tónleikarnir verđa á laugardaginn kemur og verđa ţeir haldnir í Grafarvogskirkju klukkan 20:30. Tónleikarnir verđa međ sama sniđi og síđast en státa tveimur auka söngvurum: Páli Óskari og Jóni Tryggva Unnarssyni. Markmiđ okkar sem stöndum fyrir tónleikunum er ađ gefa tónlistarfólki vettvang og tónlistarlega umgjörđ međ hinu frábćra bandi sem Hjörleifur Valsson valdi saman, en hljómsveitina skipa: Ástvaldur Traustason á píanó, Birgir Bragason á bassa og kontrabassa, Björgvin Gíslason á gítar og sítar, Hjörleifur Valsson á fiđlu, Steingrímur Guđmundsson á slagverk og Tatu Kantomaa á harmonikku.

Okkar leiđ til ađ heiđra minningu Bergţóru er ađ hvetja annađ tónlistarfólk flytja tónlistina hennar en lögin hennar eru tímalaus og völundarsmíđ sem falliđ getur inn í hvađa tónlistarstefnu sem er. Ţađ sem ef til vill er einkennandi viđ lögin hennar er hin mikla virđing sem hún bar til ljóđa en ţau voru ómissandi efniviđur laga hennar. 

Söngvar sem voru međ síđast og verđa međ aftur: Ragnheiđur Gröndal, Hansa, Magga Stína, Jónas Sig og Svavar Knútur 


Slóđ í útsendinguna á Rás 2 af Minningartónleikum Bergţóru Árnadóttur

Minningartónleikar

Međ ţví ađ smella hér geturđu hlustađ á Minningartónleikana í heild sinni, en ţetta er um tveggja tíma dagskrá. Ég hlustađi á ţetta í gćr og fannst ţeir ekkert síđri í seinni hlustun. Vantađi ţó ađ sjá hina litríku flytjendur og ađ finna inn ađ beini hina rafmögnuđu og ćvintýralegu stemmningu sem var í Salnum...

Vil ţakka Andreu Jóns og Óla Palla fyrir ađ gera ţessa útsendingu mögulega... alveg hreint eđal fólk. Veit ekki hvar íslensk tónlist vćri stödd ef Rás 2 myndi ekki sinna sínu hlutverki svona vel og miklu meira en ţađ.  

 


Miđasala á aukatónleikana hafin

Hćgt er ađ fá miđa á aukatónleikana til heiđurs Bergţóru Árnadóttur á midi.is


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Ţetta blogg er tileinkađ Bergţóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi međ meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verđur hćgt ađ fylgjast međ endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergţóru ţó hún sé komin á annađ tilverustig.
Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband