Leita í fréttum mbl.is

Lífsbókin

Ljóð: Laufey Jakobsdóttir

Ljúktu nú upp lífsbókinni
lokaðu ekki sálina inni.
Leyfðu henni í ljóði og myndum,
leika ofar hæstu tindum.

Svipta burtu svikahulu.
Syngja aftur gamla þulu
líta bæði ljós og skugga,
langa til að bæta og hugga.

Breyta þeim sem böli valda
breyta stríði margra alda.
Breyta þeim sem lygin lamar,
leiða vit og krafta framar.

Gull og metorð gagna ekki
gangir þú með sálarhlekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt ljóð og yndislegt lag líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2007 kl. 20:55

2 identicon

Mikið sakna ég þeirra beggja ömmu Laufeyjar og svo Bergþóru.  Vissi ekki af þessu bloggi hérna

Takk

Alva Ævarsdóttir.

alva (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Segi það sama Alva. Þótti svo ofurvænt um hana ömmu þína. Ég fann nokkur handskrifuð ljóð eftir hana meðal bréfa og ljóða í dánarbúi mömmu. Þær voru báðar magnaðar konur. Það hlýtur alla vega að vera fjör í himnahæðum:)

Birgitta Jónsdóttir, 16.12.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband