Leita í fréttum mbl.is

SUMARIÐ SEM ALDREI KOM (eða tveir síðustu dagarnir í lífi KAUÐA)

Þetta var samið daginn sem Kauði var keyrður niður. Minnir að hún hafi frumflutt þetta samdægurs í beinni útsendingu á Rás 2. Hvet fólk til að kíkja daglega í Tónhlöðuna því ég mun skipta út lögum daglega.  

Lag og ljóð: Bergþóra Árnadóttir

Mjúkur, svartur, situr í glugga
sumarið flæðir inn.
Hann langar til að læðast úr skugga
og lýsa upp feldinn sinn.

Hann hugsar um flugu, sem flögraði hjá
og fallega þresti á grein.
Þrílita læðu og ljósbröndótt fress
sem leika sér bak við stein.
Hann kúrir, svartur, sofandi í glugga
svefn gerir engum mein.

Mjúkur, svartur, mjólk er á diski
maturinn kætir lund.
Hann gæðir sér á gómsætum fiski,
og gerir sig til um stund.
Í dag er hann frjáls, eins og fuglinn á grein
og flugan sem suðar hátt.
Eins og þrílita læðan, við ljósbröndótt fress
skal hann leika og syngja dátt.
Nú mun hann svartur, sendast um götur
og sólina nálgast brátt.

Mjúkur, svartur, margt er að skoða
malbikið er svo heitt.
Hann greinir ekki gustmikinn voða,
er grandalaust, veit ekki neitt.
Nú liggur hann brotinn á blóðugri jörð,
í brjóstinu hjartað slær.
Hann hugsar um flugur og fugla á grein
sem flögruðu um í gær.
Mjúkur, líflaus, á malbiki votu.
Mikið var sólin tær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband