Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta og sennilega eina

baráttulag Þorlákshafnar. Á þeim tíma sem þetta lag og ljóð kom til var Þorlákshafnarvegurinn nákvæmlega eins og kemur fram í ljóðtextanum. Höfundanafnið er dulnefni og vona ég að mínir gömlu kennarar fyrirgefi mér að birta þetta hérna án leyfis á blogginu hennar mömmu.

Jónas Sig, sonur Þorlákshafnar mun flytja þetta lag á tónleikunum ásamt Verkamanninum. Hann hyggur á að taka með sér ör blásarasveit til landsins en hann eins og mamma var, er búsettur í veldi Dana.

 

ÞORLÁKSHAFNARVEGURINN
Ljóð: Fáfnir Hrafnsson
Lag: Bergþóra Árnadóttir
Vegir liggja til allra átta,
en ekki þó til Þorlákshafnar.
Þar sem á að vera möl er drulla,
þar sem eiga að vera vegkantar er hraun.
 
Þú lítur út um glugga,
og sérð holu við holu.
Jafnvel gjótu og skurð, jafnvel gjótu og skurð.
Þú lítur út um gluggann og sérð gröf,
það vantar einungis krossinn, krossinn.
 
Náttúran er saklaus, ekki bjó hún til þennan veg,
þetta ódáðahraun vegakerfisins.
Hún er saklaus, sem nýfætt barn,
hún þarf ekki að óttast stefnu, stefnu.
 
Ég ákæri ráðherra samgöngumála,
sem fór í flugvél til að skoða veginn,
þó flughræddur, þó flughræddur væri,
þó flughræddur væri hann.
Ekki þyrði hann að fara á bjúik sínum,
Þorlákshafnarveginn
því hann yrði öskuhaugamatur á eftir.
 
Vegir liggja til allra, allra átta …

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk Linda mín fyrir hafsjó af fallegum kveðjum:)

Birgitta Jónsdóttir, 10.1.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég man eftir því að þessi vegur var kallaður "fóstureyðingavegurinn" vegna þess að hann þótti hættulegur þunguðum konum.  Það var reyndar ótrúlegt hvað vegurinn fékk að vera vondur í langan tíma,  fjöldamörg ár.  Ég hef grun um að þetta lag hafi ýtt á að vegurinn var lagaður. 

Jens Guð, 10.1.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Já þessi vegur er manni enn í fersku minni, enda þurfti maður ekki ósjaldan að fara hann, því mamma var ferðaglöð manneskja. Ég hygg að kenning þín sé ekki fjarri lagi. Textann gerðu líka tveir snillingar sem þó eru ekki ýkja þekktir fyrir slíka gjörninga. Mamma flutti þetta lag í sjónvarpi áður en það kom út á Eintaki í Jazzþætti sem var árið 1976 þar sem hún var bæði kynnir á og flutti tvö lög. Hef aldrei séð eins dautt fólk og þá sem sátu í sjónvarpssal fyrir utan tónlistarfólkið. Það var eins og það væri hreinlega í jarðaför;) Sem betur fer eru íslendingar ekki eins stífir og þvingaður í dag...

Birgitta Jónsdóttir, 10.1.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband