Leita í fréttum mbl.is

Bergþórulag dagsins: LÖNGUN

Í tilefni kærleiksdagsins: ástarlagið Löngun. Lagið verður sungið af Hönsu og Svavari Knúti á Minningartónleikunum á morgunn. Þetta lag er á breiðskífunni Bergmál og eru það Bergþóra og Aðalsteinn Ásberg sem syngja það saman. Aðalsteinn verður kynnir á tónleikunum. Hann er mikil fróðleiksnáma þegar kemur að tónlistarferli Bergþóru og var það hann sem skráði þá sögu fyrir Heildarútgáfuna. Hún mun vera á leið til landsins, náðist því miður ekki að fá hana til eyjunnar fyrir tónleika, vegna þess hve sérstætt boxið er sem hýsir diskana 5. En hægt er að fá safnið samt sem áður á kostakjörum á tónleikunum með því að skrá sig á þar til gerðan lista. 

 Í kvöld mun svo Svavar Knútur syngja Frá liðnu vori í Kastljósi, þá verður einnig viðtal við Hjörleif Valsson og Birgittu dóttur Bergþóru birt í þættinum.

Ljóð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

 

Ég vildi 

geta málað 

andlit þitt

á andlit mitt,

sakleysið 

í svip þínum

og orðin,

sem þú hvíslar

í eyra mér

svo blíð.

 

Ég vildi

geta talað

um vetrarkvöld

og sagt þér,

að söngur minn

er aðeins

samhljóma

einni mynd.

 

Og þegar 

vindar þjóta

um þögul hús

í bænum,

verða orð mín óskir

innan fjögra veggja.

 

Ég vildi

geta málað

andlit þitt

á andlit mitt

svo úr því fæddist

andlit okkar beggja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var að horfa á kastljós þáttinn, mikið var yndælt að sjá Bergþóru og hlusta á hana syngja.  Kær vinur minn Hjörleifur hlylegur og yndislegu og þú Birgitta mín voruð æði.  Takk fyrir þessa frábæru stund.  Og innilega til hamingju með öll 60 árin elsku Bergþóra hetjan mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Blessuð sé minning Bergþóru Árnadóttur.

Lífsbókin er lag sem ég elska frá því ég heyrði það í fyrsta skipti, ljóðið er tær snilld, hlaðin speki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk kærlega fyrir hlý orð:)

Nú er bara að njóta afmælisgjafar tónlistarmanna og kvenna til Bergþóru og þeirra sem heiðra minningu hennar.

Birgitta Jónsdóttir, 15.2.2008 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband