Leita í fréttum mbl.is

Draumur Bergþóru ber af

Þó Bergþóra hafi haft lag á að semja lög við öll helstu skáld þjóðarinnar, þá var ekkert skáld henni eins kært og Steinn Steinarr, enda samdi hún fjölda laga við ljóð hans. Henni tókst að veiða lögin úr ljóðum hans þannig að saman voru urðu þessi verk í slíkum samhljómi að erfitt var að greina hver átti hvað. Enda hafa margir viljað kenna ljóðin við hana sem við höfum eftir föngum leiðrétt.

Nýverið kom út safn laga við ljóð Steins Steinars. Held að velflestir þeir sem hafa samið lög við ljóð skáldsins hafi átt þar lag. Það var því ánægjuefni að lesa umfjöllun þess efnis í Morgunblaðinu að lög Bergþóru þóttu bera af. Það var því miður þannig að Bergþóra fékk aldrei uppreisn æru sem tónsmiður í lifanda lífi og þó svo að hún sé horfin yfir móðuna miklu þá er það okkur aðstandendum hennar ærið verkefni að vekja athygli á þessum perlum sem hún skildi eftir. Ærið verkefni vegna þess að hún hætti nánast að semja lög eftir að hún hvarf til Danmerkur 1988, en þá var hún á hátindi ferils síns sem tónlistarmaður. 

Árið sem er að líða hefur verið einstaklega ánægjulegt fyrir okkur sem lifa hana, því segja má að hennar hafi verið minnst á víðtækari hátt en hún hefði nokkru sinni geta látið sig dreyma um.

Upprifjun um það í næsta bloggi: ætla að leyfa ykkur að heyra hið gullfallega lag: Draumur í flutningi Hönsu frá seinni Minningartónleikum Bergþóru í Grafarvogskirkju. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dóra

Ég finnist svo mikilli ró og friðsælt þegar ég hlusta á lögin hennar Bergþóru minnar... Blessuð sé minning hennar

Dóra, 25.11.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband