Leita í fréttum mbl.is

Tónlistin frá minningartónleikum Bergþóru Árna

MinningartónleikarHef loksins fengið til hlustunnar tónlistina sem tekin var upp fyrir Rás 2 af minningartónleiknum sem haldnir voru 15. febrúar síðastliðinn til að heiðra minningu Bergþóru á sextugsafmælinu hennar. 

Þessir tónleikar eins og fram hefur komið voru með öllu ógleymanlegir. Það er því ánægjulegt frá því að segja að upptökurnar eru óaðfinnanlegar. Smávægilegir hnökrar eru á nokkrum lögum en vonandi eru þau í lagi á seinni tónleika upptökunum. Fæ úr því skorið mjög fljótlega.

Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur mun því láta það verða sitt fyrsta verkefni að gefa þessa tónleika út en það mun verða gert á næsta ári. Nánar um það síðar.

Set inn nokkur lög sem eru í mínu persónulega uppáhaldi frá tónleikunum í tónlistarspilarann og mun hafa þau þar næstu vikuna.

Með björtum kveðjum og enn og aftur innilegt þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í að skapa svona fallega minningu um mömmu.


Birgitta Bergþórudóttir/Jónsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég man þig elsku vinkona.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Frábært að fá þessa tónleika á geisladisk. Þetta var ógleymanelg kvöldstund :-)

Kristján Kristjánsson, 5.9.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bergþóra

Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
Þetta blogg er tileinkað Bergþóru Árnadóttur tónskáldi og söngvaskáldi með meiru sem lést 8. mars 2007. Hér verður hægt að fylgjast með endurútgáfum á tónlist, tónleikum og ýmsu fleiru sem tengist lífi og starfi Bergþóru þó hún sé komin á annað tilverustig.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband